Skip to content


Vika 4

Mánudagur 15. sept

Fjölluðum um lindýr og skrápdýr í nearpod. Lindýr er ein tegundaauðugasta fylking hryggleysingja á jörðinni en þekktar eru yfir 100 þúsund tegundir sem tilheyra henni. Meginhluti líkamans er bolur með helstu líffærum og utan um hann er mjúk kápa sem kallast möttull. Helstu hópar lindýra eru sniglar, samlokur og smokkar. Skrápdýr eru fylking sjávardýra.  Skrápdýr finnast á öllu dýpi sjávar frá fjöruborði til djúpsjávar. Innan fylkingarinnar eru um 7000 núlifandi tegundir til dæmis krossfiskar, ígulker, slöngustjörnur, sæbjúga og sæliljur. Skrápdýr draga nafn sitt af kalkflögum í húð þeirra. Þessar kalkflögur geta myndað samfellda skel eins og hjá ígulkerum eða verið litlar lausar flögur eins og hjá sæbjúgum og þá er líkami þeirra mjúkur.

Þriðjudagur 16. sept

Á þriðjudaginn var dagur íslenskrar náttúru. Vorum að fjalla svolítið um birkitré. Fórum svo út að týna birkifræ fyrir Hekluskóga. Ég fór að týna með Evu, settum svo öll fræin sem við höfðum tínt og settum saman í einn poka. :)

 

Fimmtudagur 18. sept

Fórum að fjalla aðeins um Skordýr, krabbadýr og áttfætlur kíktum svo líklegast á einhverjar fréttir man ekki alveg :/

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »