Skip to content


Hlekkur 2 Vika 1

Mánudagur 13 okt

Byrjuðum á nýjum hlekk sem fjallar um eðlisfræði. Fengum hugtakakort og glærur og vorum að glósa. Horfðum líka á stutt myndband um krafta.

 

Þriðjudagur 14 okt

Vorum í stöðvavinnu og þetta voru stöðvarnar:

 

 • Áhöld og tæki.  Rifja upp hvaða heiti og til hvers eru.
 • Massi.  Æfa sig að mæla massa, læra á vogina og finna meðaltal.
 • Eðlismassi steina.  Finna eðlismassa tveggja steina.  Endurtaka a.m.k. þrisvar sinnum.  Meðaltalið gildir.  Muna að nota réttar mælieiningar.
 • Stærðfræði.  Lærum að nota staðalformið.
 • Tölva – SI einingakerfið og verkefnablað. Hægt að skoða betur SI kerfið hér
 • Eðlisfræði fyrir framhaldsskóla – þyngdarkraftur bls. 25-27 svara spurningum.
 • Verkefni –   Breytum km/klst í m/sek og öfugt.  rasmus
 • Lesskilningur. Lesið-spurt-svarað. Eðlis- og stjörnufræði 1
 • Hver er þyngd þín?
 • Tölva – phet massi og þyngd
 • Skekkjuvaldar í mælingum og fleiri verkefni
 • Krossglíma – hugtök.

Ég fór á stöð 10, 7, 9

Stöð 10

Á þessari stöð átti maður að hengja mismunandi þung lóð á gorma og komst ég að því að þyngd er ekki það sama og massi. Prufuðum líka að setja lóð á gorm og sjá hvað þungt það væri á Júpíter eða á tunglinu og var það mjög mismunandi t.d. á Júpíter var lóðið mjög þungt af því að það er meiri kraftur á Júpíter.

stöð 7

Á þessari stöð fengum við blað og áttum að breyta km/kls í m/sek og öfugt. Þetta var smá erfitt en þatta tókst 😉

stöð 9

Hver er þyngd þín? Massi er ekki það sama og þyngd

 

Fimmtudagur 16 okt

Byrjuðum á því að skila ritgerðum. Mér gekk bara ágætlega að gera ritgerðina og ég vona að hún hafi verið sæmileg :) Horfðum svo á myndband.

 

 

 

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.