Skip to content


Vika 3

Mánudagur 20. okt

Vorum að tala um krafta í straumefni, flug og þrýsting. Héldum áfram með eðlisfræðina og glærupakkann frá síðasta mánudegi. Skoðuðum fróðlegt myndband um fallhlífastökk og skoðuðum svo fleiri fréttir.

Þriðjudagur 21. okt

Á þriðjudaginn var gerð tilraun með massa, kraft og afl og var unnið saman í þriggja manna hópum. Ég var með Heklu og Nóa og tilraunin var svona: Hópurinn átti að velja sér stiga til að vinna í. Stiginn var mældur og því næst var ein manneskja úr hópnum látin hlaupa upp stigan eins hratt og hún gat þrisvar sinnum og tekin var tímin og skráður niður á blað. Því Næst var svo sama manneskjan látin ganga upp stigann á venjulegum hraða og var það einnig gert þrisvar sinnum og skráð á blað. Eftir þetta var farið ínní tölvuver og unnin skýrsla úr þessu.

Fimmtudagur 23. okt

Haldið var áfram að vinna í skýrslum í tölvuveri.

 

Fréttir:

Þrívíddartækni hjálpar blindum að upplifa ljósmyndir

Er þetta draugur í glugganum?

Súkkulaði bæt­ir minni fólks

„Dáin“ hjörtu grædd í fólk

 

 

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.