Skip to content


Vika 2

Mánudagurinn 24. nóvember

Vorum í nearpod kynningu  um sjörnufræði.

Þriðjudagurinn 25. nóvember

Á þriðjudaginn vorum við í stöðvavinnu.

Ég fór á stöð 12, 1 og 13.

Þessar stöðvar voru í boði:

 1. Tölva – NASA vefur
 2. Bók – Jarðargæði bls. Tölulegar staðreyndir bls. 48.
 3. Hugtakakortið góða
 4. Bók – Geimurinn bls. 32-35
 5. Tölva –  HR línuritið og frá stjörnufræðivefnum um flokkun stjarna og meginröðina
 6. Verkefni  – Lotukerfið.  Frumefnin og stjörnunar.
 7. Tölva – myndband ævi sólstjörnu
 8. Tölva – Sólkerfið
 9. Bók Jarðargæði bls. 51  Af hverju lýsa reikistjörnur.
 10. Tölva – Vefur BBC um stjörnufræði
 11. Bók – Alheimurinn bls. 234 Lífskeið stjarna
 12. Orð af orði – íslensk örnefni í sólkerfinu   orðarugl og gátur tengdar hugtökum í þessari viku.
 13. Fréttir – kynin og geimurinn  –  dulstirni  –  philae og rosetta  – Íslendingur rannsakar miklahvell  – kirkjan og kenningarnar

1. Tölva – NASA vefur:

Skoðaði NASA vefinn. Það er mikið af fróðlegum hlutum þar inná. Ég sá t.d frétt um það að tunglið á Júpíter sem heitir Europa eða Evrópa, gæti hugsanlega verið með líf. Hún er mjög svipuð jörðinni vegna þess að það er sjór á henni.

13. Fréttir – kynin og geimurinn &  philae og rosetta

Karlar og konur bregðast ekki eins við í geimnum t.d þjást karlkyns geimfarar frekar af sjón og heyrnatruflunum síðar meir en kvenkyns geimfarar. Konur eru hins vegar viðkvæmari fyrir krabbameinum af völdum geimgeisla. Konur eru líklegri til að eiga erfitt með að standa uppréttar án þess að það líði yfir þær eftir lendingu en karlar.

Philae fann lífrænar sameindir. Vísindamenn hafa staðfest að lendingarfarið Philae hafi fundið lífrænar sameindir á yfirborði halastjörnu. Farið lenti 12. nóvember sl. eftir 10 ára ferðalag.

12. Orð af orði

Ég og Hekla fórum í orð af orði.

 

Fimmtudagurinn 27. nóvember

Á fimmtudaginn byrjuðu allir á kynningunum og ég valdi mér Satúrnus og byrjaði á powerpointinu.

saturn-the-planet-2175-hd-wallpapers

Posted in Hlekkur 3.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.