Skip to content


Vika 3

Mánudagur 1. desember

Gyða var ekki.

Þriðjudagur 2. desember

Þessi tími var síðasti stöðvavinnutíminn í stjörnufræðinni og þetta voru stöðvarnar:

 1. Tölva –geimrannsóknir
 2. Hugtakakortið – betrumbæta og tengja
 3. Orð af orði – krossgátur, skilgreiningar og hugtök
 4. Teikning – sólkerfið okkar
 5. Bók – Alheimurinn – pólhverf stjörnumerki
 6. Tölva –lögmál Newtons í geimstöð
 7. Teikning – geimverur og vistkerfi þeirra
 8. Tölva – Avatar – lífið á Pandora og meira hér og kannski eitthvað fleira mjög áhugavert
 9. Umræður – kvikmyndir
 10. Bók – Stjörnufræði fyrir byrjendur – stjörnumerki bls. 62 og Himingeimurinn – bls. 115-116 og fleiri góðar til að skoða
 11. Hnöttur – stjörnumerki
 12. Tölva – rannsóknir í geimnum
 13. Tímarit – Lifandi vísindi nr. 1 2014 óróleg sól – eða  nr. 3 2014 Leitin að ET – eða nr. 8 2014 til sjö framandi heima

Ég og Eva,Ljósbrá,Eydís og Hekla vorum að vinna saman og við fórum á þessar stöðvar: 3, 9 ,11 og 13

3. Orð af orði-krossgátur, skilgreiningar og hugtök:

Gerðum orðarugl þar sem maður átti að finna kvikmyndir sem gerast í geimnum.

9. Umræður- kvikmyndir

Vorum aðeins að spjalla um sci-fi myndir sem við höfum horft á. Töluðum um Star wars og star trek og þær báðar gerast að mestum hluta í geimnum og í framtíðinni. E.T er líka skemmtileg geimverumynd og Gravity finnst mér vera mjög góð mynd. Ég væri líka til í að sjá mynd sem heitir Lucy.

13. Tímarit – Lifandi vísindi  2014 nr. 8 til sjö framandi heima

Þessi grein um 7 plánetur sem eru mun merkilegri en vísindamenn gerðu ráð fyrir. T.d um stormaplánetu, djúpbláa að lit, hnött sem á ekki að vera til, þar sem sólin kemur upp þrisvar á dag og sem hafa fundið fjarplánetur í gegnum árin og hversu margar hafa fundist.

11. Hnöttur – stjörnumerki

Skoðuðum hnött með stjörnumerkjum og skoðuðum bækur sem heita himingeimurinn og alheimurinn. Fyrst skoðuðum við stjörnumerkin á norðurhveli t.d Gírafinn, Stóribjörn og Sefeus. Síðan skoðuðum við stjörnumerkin á suðurhveli sem eru Fönix, Páfuglinn og Mannfákurinn

 

Fimmtudagur 4. desember

Vorum að vinna í glærukynningunum og ég hélt áfram að skrifa um Satúrnus.

 

Fréttir:

Vatn myndaði fjall á Mars

Hug­mynd­ir um hita munu breyt­ast

Huldu­ork­an að éta upp efnið

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »