Skip to content


Vísindavaka 2015

Vísindavaka

Í byrjun skólaárs 2015 var byrjuð vísindavaka og  á vísindavöku þarf maður að finna sér hóp til að vinna með og gera tilraun. Ég Eva og Hekla ákvöðum að vera saman í hóp og finna einhverja sniðuga tilraun til þess að gera. Við leituðum  á netinu að allskonar tilraunum og svo loksins komum við okkur saman um  tilraun eftir mikla leit. Tilraunin var framkvæmd í eldhúsinu hennar Heklu og heppnaðist hún bara vel. Rannsóknarspurningin er að af hverju er þessu líkt við neðansjávareldgos? Við fundum tilraunina okkar á youtube og svona er hún: Volcano in a Cup – Sick Science.

Áhöld og aðferð

Við byrjuðum á því að finna allt sem átti að fara í tilraunina sem er: Vatn, sandur, krukka og vax. Þar næst var byrjað að framkvæma tilraunina. Byrjað var á því að setja vaxið í miðjuna á krukkunni og setja sandin yfir það. Vatninu var svo hellt rólega í krukkuna og þar næst var sett krukkuna á heita hellu. Eftir langa bið kom heitt kertavaxið upp úr sandinum eins og hraun úr eldgosi.

Af hverju gerist þetta?

Þetta gerist af því að vaxið sem er búið að hitna streymir í gegnum sandinn og það veldur mörgum litlum gosum og ef maður ímindar sér að hver vaxkúla á yfirborði sandsins sé eins og eitt neðansjávareldgos. Þegar kúlurnar fara á yfirborð sandsins þá komast þær í snertingu við mun kaldara vatn og þess vegna harðna þær.

Svarið við spurningunni okkar er það að vaxið er eins og kvikan og þegar það kemst í snertingu við vatn þá harðnar það, alveg eins og gerist með neðansjávareldgos.Tilraunin okkar heppnaðist betur en við héldum og var þetta mjög skemmtilegt verkefni :)

Hér er tilraunin okkar: Vísindavaka Flúðaskóla 2015

Hér eru svo nokkrar myndi frá tilrauninni okkar.

 

 

Capture

 

Capture

 

 

 

Posted in Hlekkur 5.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.