Skip to content


Vika 1, Hlekkur 5

Mánudagur 26 .janúar

Erum byrjuð í nýjum hlekk sem fjallar um varmaorku, hreyfiorku, varmaflutning, varmaleiðni, varmaburð, varmageislun og margt meira. Vorum í fyrirlestri um varma og fengum við afhendar glósur. við fengum ipada og vorum í nearpod. Horfðum svo á nokkur myndbönd: Eureka, Billie Nye, Rapplag um varmaflutning  og kíktum líka á nokkrar fréttir.

Þriðjudagur 27. janúar

Á þriðjudaginn kláruðum við að fara yrfir glósurnar og horfðum svo á nokkrar stuttmyndir um varma og orku og skrifuðum niður hjá okkur nokkra punkta um videoin á hugtakakortin okkar. Ég punktaði niður hjá mér nokkur atriði t.d.

  • Allar orkur mælast í júlum.
  • Án orku gætum við ekki gert mjög mikið.
  • Ólík form orku.
  • Orka eyðist ekki.
  • Málmur leiðir hita mjög vel en ekki tré eða gler.
  • sólargeisli getur flyst í gegnum tómarúm.
  • Ekki er hægt að breyta einu orkuformi í annað með 100% nýtni.

Kíktum svo á vísindavefinn og fundum út hver munurinn er á kolvetnum og kaloríum.

Fimmtudagur 29. janúar

Fórum í stutta könnun í byrjun tímans og eftir könnunina fórum við niður í tölvuver og svöruðum nokkrum spurningum um varma.

Fréttir:

Gæg­ist bak við Vetr­ar­braut­ina

Ein þriggja upp­spretta súr­efn­is

Sigldu inn á líf­væn­legt svæði

Óráðlegt að búa til norður­ljós

 

Posted in Hlekkur 5.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.