Skip to content


Vika 2

Mánudagur 2. febrúar

Á mánudaginn vorum við að ræða um jarðvarma og gerðum verkefni tengd því. Skoðuðum líka fræðslumyndbönd og Þetta myndband. Vorum mikið að tala um það hvernig jarðvarmi myndast og skoðuðum myndband frá Lansvirkjun.

Jarðvarmi:

 • Jarðvarmi er víða notaður til að hita upp hús á Íslandi.
 • Hann er ekki mikið notaður í öðrum löndum.
 • 85% heimila á Íslandi eru hituð upp með jarðvarma.
 • Jarðvarmi er einnig nýttur til ylræktar, raforkuframleiðslu og í iðnaði.
 • Jarðhitasvæðum er skipt í lághita-og háhitasvæði.

Þriðjudagur  3. febrúar

Á þriðjudaginn var ekki náttúrufræðitími af því að við vorum í kynfræðslu.

 

Fimmtudagur 5. febrúar

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að svara nokkrum spurningum um veður, hvað ræður veðri?

Hiti, vindur og úrkoma stafa af því að sólin hitar ekki Jörðina jafnt.

 1. Hvernig kemur eðlismassi þar við sögu?
 2. Hvar hitnar Jörðin mest?
 3. Hvernig tengist eðlisfræðin við aðrar fræðigreinar eins og t.d. veðurfræði?
 4. Skiptir möndulhalli og lögun Jarðar einhverju máli fyrir veðurfar á plánetunni okkar?
 5. Hvað er loftþrýstingur?
 6. Hvernig myndast ský og úr hverju eru þau gerð?
 7. Hvernig myndast vindar og af hverju finnst okkur vindurinn oftast kaldur?
 8. Hvað er hafgola og af hverju er hún oftast seinni hluta dags?

Spurningar og svör eru á verkefnabankanum.

 

Fréttir:

Hlýn­un stuðli að snjó­met­um

Flakið fannst 53 árum síðar

Huldu­efni gæti myndað geislabaug

Dauðadæmt stjörnup­ar

Broskall úr vetr­ar­braut­um

Hvað er ljós?

 

 

 

 

Posted in Hlekkur 5.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.