Skip to content


Hlekkur 6 Vika 1

Mánudagur 16. febrúar

Á mánudaginn byrjuðum við í nýjum hlekk sem fjallar um Hvítá og allt tengt henni. Við vorum mikið að rifja upp það sem við vorum þegar búin að læra t.d muninn á dragám, lindám og jökulám, ytri öfl og ynnri öfl, jökla, landmótun jökla, Hvítárvatn, Þingvallavatn, Sogið, Ölfusá og margt fleira. Hvítá er jökulá sem á upptök sín í Hvítárvatni við Langjökul. Þegar Hvítá á eftir um 25 km leið til hafs rennur í hana vatnsfallið Sogið, eftir það skiptir hún um nafn og heitir þá Ölfusá. Sogið er 19 km löng lindá. Sogið rennur í Hvítá og heitir hún þá Ölfusá, Ölfusá rennur í gegnum Selfoss og til sjávar. Þingvallavatn  er stærsta náttúrulega vatn á Íslandi og mest af vatninu kemur beint úr uppsprettum. Úr vatninu rennur Sogið sem er stærsta lindá á Íslandi. Dragá er bergvatnsá, sem myndast smám saman þegar yfirborðsvatn í lækjarsytrum leitar sameiginlegs farvegs og í rigningartíð og í leysingum eru árnar mjög vatnsmiklar, Litla Laxá og Stóra Laxá eru báðar dragár. Lindá er bergvatnsá, sem hefur upptök sín í lindum eða uppsprettum þar sem grunnvatn sprettur úr jörðu, stærsta lindá á Íslandi er Sogið, sem rennur úr Þingvallavatni og myndar Ölfusá þar sem það rennur í Hvítá. Jökulár: Rennsli í jökulám er mjög háð lofthita. Í kuldatíð er lítil leysing í jöklum og lítið vatn í þeim ám sem undan þeim renna. Þegar hlýtt er í veðri er mikil leysing í jöklum og mikið vatn í jökulám. Ytri öfl eru ytri áhrif t.d vindur, öldugangur, jöklar, frost, úrkoma og vatnsföll. Innri öfl koma úr iðrum jarðar t.d eldgos, jarðskjálftar og skorpuhreyfingar. 

Þriðjudagur 17. febrúar

Á þriðjudaginn var stöðvavinna og þessar stöðvar voru í boði:

 1. Hvað er grunnvatn, snælína og vatnasvið?
 2. Langjökull og gossaga á nútíma.  Skoðum sérstaklega Skaldbreið sem er  dyngja?
 3. Teiknið upp Gullfoss. Lýstu fossinum m.t.t. fossbera. Hvar er hann staðsettur í Hvítá? Hver er munurinn að horfa á hann austan eða vestan megin.
 4. Vikur og gjall. Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast?
 5. Flokkun vatnsfalla og bls. 211 í Jarðargæði.
 6. Þingvellir.  Segðu frá flekahreyfingum og sigdældinni.  Landrek.
 7. Umhverfisstofnun – skýrsla um Hvítárvatn.
 8. Af hverju er framburður vatnsfalla lagskiptur? Bls. 214 í Jarðargæði
 9. Framtíð jökla á Íslandi. Hvað gerist? Frétt visir.is Vísindavefurinn  ………..Sólheimajökull
 10. Teikna upp vatnasvið Hvítár.
 11. Vatnasvið Þingvallavatns.  Hve lengi er vatnið á leiðinni frá Langjökli?  En rigningin sem fellur á hraunið?   Hversu mikill hluti er yfirborðsvatn?  Af hverju er heitt vatn á Nesjavöllum.
 12. Kaldavermsl….hvað er nú það?  Frýs aldrei í Flosagjá?
 13. Skoðum berg…. basalt með hvítum kornum (dílabasalt)…..Flokkun storkubergs bls. 162 Jarðargæði  Nýtum okkur dino-lite til að skyggnast nær.
 14. Fréttir Ísland í dag       Íshellirinn í Langjökli
 15. Námsvefur um innri og ytri öfl
 16. Orð af orði

Ég gerði 4, 11 og 14

Stöð 4 -Vikur og gjall. Bls. 187 Jarðargæði. Hvernig myndast?

Vikur og gjall hafa verið notuð til iðnaðar en einnig í vegagerð. Hann er notaður í léttar steypueiningar. Hér á landi var hann um tíma notaður til framleiðslu á einangrunarplötum og hleðslusteinum. Lang stærstu hámurnar af ljósum vikri finnast við Heklu, Snæfellsjökul, Öræfajökul og í Öskju.

Stöð 11– Vatnasvið Þingvallavatns.  Hve lengi er vatnið á leiðinni frá Langjökli?  En rigningin sem fellur á hraunið?   Hversu mikill hluti er yfirborðsvatn?  Af hverju er heitt vatn á Nesjavöllum.

Það er um 20- 30 ár á leiðinni frá Langjökli. Rigningin skilar sér á 2-4 mánuðum í Þingvallavatn. 1/10 hluti innrennslisins er yfirborðsvatn. Á Nesjavöllum hitnar vatn neðanjarðar vegna snertingar við heitt bergið og þrýstist ypp um sprungur og misgengi undir hengli.

Stöð 14– Fréttir Ísland í dag       Íshellirinn í Langjökli

Íshellirinn í Langjökli verður mögulega stærsti manngerði íshellir í heiminum. Lokið verður við að grafa ísgöngin í jökulinn á næstu dögum. Þegar göngin verða opnum í byrjun sumars geta gestir gengið um 600 m leið inn í jöklinum.

 

Fimmtudagur 19. febrúar

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri í verkefnavinnu, maður átti að velja sér eitt af verkefnonum til að skrifa um og ég valdi mér nr 1, Gullfoss- hvernig mótar hann landið – lýsing (útlit og jarðfræðivinkill) – virkjanaáform og saga Sigríðar – framtíðarsýn.

 

Fréttir:

Venju­leg­ur dag­ur á skrif­stof­unni

Fylgstu með lægðinni í „beinni“

Geim­ganga í beinni út­send­ingu

 

 

 

Posted in Hlekkur 6.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.