Skip to content


Danmerkurferð 2015

Við bekkurinn fórum til Danmerkur 30. ágúst og var það mjög skemmtilegt ferðalag :)

Við skoðuðum margt fróðlegt og skemmtilegt það var bara fínt veður þann tíma sem við vorum þar, það kom samt af og til rigning og eitt kvöldið þegar við gistum í Danmörku komu þrumur og eldingar! Það var gist í Grantoftenskolen í Ballerup. Við skoðuðum margt t.d. fórum við í Bakken, í dýragarð, á ströndina, til Hróaskeldu, í Rósenborgarkastalann, sjá litlu hafmeyjuna og Strikið.

Náttúran í Danmörku er aðeins öðruvísi en á íslandi, það eru mjög mörg stór tré í Danmörku og það er fjölbreyttari gróður fannst mér. Það er líka öðruvísi dýralíf í Danmörku en á Íslandi, ég sá lítinn frosk, íkorna, fallegt fiðrildi og svo voru mjög mikið af geitungum, það voru einnig mjög mikið af sniglum sem maður passaði að stíga ekki á.

IMG_0124

Við fórum upp í Sívalingsturninn og sáum alla Kaupmannahöfn og smá til Svíþjóðar.

IMG_0047

Eins og sést á myndinni voru trén ansi há.

IMG_0045

Sumir fóru að vaða og sumir að synda á ströndinni.

IMG_0059

íkorninn sem við sáum náði samt ekki góðri mynd.

IMG_0179

Litla hafmeyjan.

IMG_0256

Í dýragarðinum voru allskonar dýr, Það voru t.d fílar, gíraffar og ljón! Svona dýr gætu örugglega ekki verið í dýragarði á Íslandi útaf kuldanum og veðurfarinu.

Ferðin heppnaðist mjög vel fannst mér :)

Allar myndirnar tók ég sjálf á símann minn.

 

 

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.