Skip to content


Vika 1 Hlekkur 1

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að ræða um vistkerfi og samspil lífvera og lífvana umhverfis. Fórum svo yfir nokkur hugtök og skrifuðum svo niður á hugtakakortin og tengdum saman. Fjölluðum sérstaklega um líffræðilega fjölbreytni, sjálfbærni, líf-breytileika, auðlindanýtingu og eitthvað fleira.

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna á miðvikudaginn og voru þetta stöðvarnar sem að voru í boði:

 1. Mólikúl – byggjum efnaformúluna fyrir ljóstillifun / bruna …..og stillum af.
 2. Laufblað – skoðum grænukorn, loftaugu og varafrumur – smásjárvinna
 3. Hringrás kolefnis- teikna upp og lýsa mismunandi hringrásum.
 4. Hvaðan fá plöntur næringu – verkefnablað og pælingar
 5. Krossgáta lífsnauðsynlegt efnaferli
 6. Lesskilningur – vistkerfið
 7. Kolefni skolen i norden
 8. Flatarmál laufblaða -Lífið bls. 243
 9. Yrkjuvefurinn – tölvustöð
 10. Litróf náttúrunnar 1. kafli – sjálfspróf – tölvustöð
 11. Orð af orði.  Orðhlutar vistfræði.
 12. Lifandi vísindi.  01/2014 Dýrin og náttúrulækningar.

Ég fór á stöð 2 og skoðaði laufblað í smásjá og í laufblaðssýninu sá ég varafrumur sem hleypa loftinu inn og sá ég líka loftbólur.

laufblad_250304

Mynd: Vísindavefuri.is

 

Svo fór ég líka á stöð 3 og þar vorum við að lesa og skrifa um hringrás kolefnis. Frumefnið kolefni er nauðsynlegt fyrir allt líf. Frumeindir kolefnis eru í öllum plöntum og dýrum. Kolefnisfrumeindir eru líka í formi koltvíoxíðs í andrúmsloftinu og einnig í kolum, olíu og gasi djúpt í jörðinni. Þær fara sífellt úr einu forminu í annað í ýmsum hringrásum. Það er tvennt sem kemur alltaf við sögu í þessum hringrásum. Það er ljóstillífun og bruni. Við ljóstillífun plantna er koltvíoxíð tekið úr andrúmsloftinu og um leið myndast súrefni. Stundum tekur hringrás kolefnis mjög skamman tíma. Byggplanta bindur t.d á hverjum degi kolefnisfrumeindir úr andrúmsloftinu við ljóstillífun sína. Um leið brennir plantan hluta af þeim glúkósa sem hún hefur framleitt til þess að fá orku, hún andar. Þá losnar lítill hluti kolefnisins aftur út í andrúmsloftið á sama degi og það var bundið í ljóstillífuninni. Byggplantan notar mikinn hluta glúkósans til að búa til mjölva í bygginu. Ef mús étur svo kornið þá tekur líkami hennar til sín kolefnisfrumeindir sem voru áður í koltvíoxíði andrúmsloftsins. Þegar músin brennir fæðuni og andar geta kolefnisfrumeindirnar aftur borist út í andrúmsloftið í formi koltvíoxíðs. Ef stórt tré er fellt þegar það er fullvaxið og sagað í eldivið og brennt þá berast kolefnisfrumeindirnar aftur út í andrúmsloftið, slík hringrás getur tekið hundruð ár. Olíu er dælt upp úr jörðinni og unnið meðal annars úr henni bensín þegar við erum í bíl brennum við bensíni og sleppum út í andrúmsloftið, kolefnisfrumeindirnar eru hér í einna lengstu hringrás sem við þekkjum.502px-Carbon_cycle-cute_diagram.svg

Mynd: wikipedia.is

Ég fór ekki á fleiri stöðvar en þessar af því að stöð þrjú tók frekar langan tíma.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að gera verkefni. Maður mátti velja sér eitt verkefni af þrem og valdi ég mér verkefni 3, sem var það að maður átti að lýsa nokkrum fæðukeðjum og segja hvaða lífverur eru fremstar, nefna dæmi um nokkra toppneytendur og útskýra af hverju toppneytendur eru yfirleitt fáir miðað við frumframleiðendurna. Ég notaði bókina Maður og náttúra til hjálpar. Þegar ég var svo búin að gera verkefnið setti ég það inná verkefnabankann.

vistkerfi_180309

Hér er t.d. ein gerð af fæðukeðju.

Fréttir:

Næstu 2 ár verða þau heit­ustu

Ol­í­uris­ar stöðva lofts­lagsaðgerðir

Furðulega fjöl­breytt lands­lag

Uppsöfnun náttúrulegra geislavirkra efna mælist í fyrsta sinn á Íslandi

Posted in Hlekkur 1.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.