Skip to content


Vika 2

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að tala um ýmislegs t.d. gróðurhúsaáhrif, loftslagsbreytingar, ósonlag, loftmengun, ofauðgun og fleira sem ógnar jörðinni vegna áhrifa mannsins. Því næst skoðuðum við vídjó sem heitir love song to the earth og er það um það að við eigum að fara vel með jörðina. Meðan við hlustuðum á lagið áttum við að skrifa niður á hugtakakortin okkar einhver orð úr laginu og gera krossglímu. Við kíktum svo líka á fleiri fréttir og skoðuðum t.d. hvernig veðurspá myndi vera fyrir árið 2050 á Íslandi og við sáum greinilega hvernig loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á jörðina í framtíðinni, það verður hlýrra í veðri, jöklarnir bráðna og skógur verður meiri.

Miðvikudagur

Við áttum að gera verkefni á miðvikudaginn og Gyða skipti okkur í hópa. Verkefnin voru allskonar tengd náttúrunni og var ég valin í hóp með Nóa og Matta. Við fengum loftslagsbreytingar og áttum að gera einhvernskonar kynningu út frá því sem við eigum svo að skila á föstudaginn. Við ákváðum að gera kynningu í emaze og restina af tímanum vorum við að vinna að kynningunni.

Smá um loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar verða út af gróðurhúsaáhrifum og afleiðingar þeirra á jörðina eru margar. Meðal annars þær að gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar og flóðahætta eykst. Auk þess verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Styrkur koltvíoxíðs hefur aukist um þriðjung frá því við upphaf iðnbyltingar, en koltvíoxíð er sú lofttegund sem mest er af. Aukning koltvíoxíðs stafar af bruna jarðefnaeldsneytis sem eru (kol, jarðgass og olíu) sem er mest notaði orkugjafi mannsins. Það sem við getum gert til að koma í veg fyrir þetta er t.d að flokka rusl, skipta út ljósaperu fyrir spariperu, kaupa maís poka, slökkva á raftækjum eftir notkun og hjóla í staðin fyrir að keyra.

losun_GHL_flokkarGlobal-Warming-Quotes-picture

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að halda áfram að vinna í kynningunum.

Fréttir

Hef­ur dvalið 879 daga í geimn­um

Mynd dagsins: Mögnuð norðurljósasýning á Vestfjörðum

Posted in Hlekkur 1.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.