Skip to content


Hlekkur 2 Vika 2

Mánudagur

Við skoðuðum verkefnin síðan á fimmtudeginum þar sem við vorum að fjalla um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Við vorum að skoða myndirnar sem aðrir höfðu sett inná padlet og facebook. Því næst var fyrirlestur og fengum við glósupakka um frumur. Markmið Kaflans var að kannast við ólíkar frumugerðir eins og dreifkjörnungi sem eru einfaldar frumur án kjarna og heilkjörnunga sem eru frumur með kjarna, lýsa gerð og hlutverki einstakra frumuhluta, þekkja mun á dýrafrumu og plöntufrumu og munurinn á þeim er sá að plöntufrumur eru með grænukorn, stærri safabólur og frumuvegg og plöntufrumur eru ekki með það. Það átti líka að lýsa starfsemi frumu og kjarninn stjórnar allri starfsemi frumunnar og svo átti maður að gera greinamun á flæði og osmósu og ýmislegt annað.

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna á miðvikudaginn og voru stöðvarnar allar tengdar frumulíffræði.

 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

Ég valdi mér þrjú verkefni

12. Bók maðurinn bls 54-55 verkefni, skipting frumna, lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.

Fjölgun frumna er þannig að DNA-ið tvöfaldast þannig að tvöfaldaðir litningar með tvöfalt magn af DNA skiljast og gera tvær dótturfrumur sem eru með alveg eins litninga.

6. Lesskilningur tvíburar.

Kláruðum verkefnin og svöruðum

A. nei  B. já  C. já

A. já  B. nei  C. já

13. Tölva-frumuskipting.

Ég lærði mikið um meisósu og mítósu. Áður en meisósa skiptir sér þá gerir hún venjulega hluti eins og að gera prótín. Það er alltaf ein DNA mólíkúl sem kemur frá móður og ein sem kemur frá föður. Það er semsagt ein fruma með tvo litninga. Hver fruma hefur 46 litninga og maður fær helmingin frá móður manns og hinn helmingin frá föður. Áður en meisósa skiptir sér þá þarf DNA-ið að tvöfaldast.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var könnun, Gyða var ekki en hún skrifaði hvað við ættum að gera á náttúrufræðivefnum. Verkefnin voru þannig að við áttum að velja okkur þrjú verkefni af sex sem Gyða var búina að búa til og skrifa texta ym hvert verkefni.

Fréttir

Kór­al­ar fölna sem sjald­an fyrr

Hætta á hruni fæðukeðja sjáv­ar

Jörðin gæti orðið dauð ver­öld

 

 

Posted in Hlekkur 2 2015.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.