Skip to content


Vika 2

Mánudagur

Við vorum að dansa og svo var stuttur fyrirlestur þar sem við vorum aðeins að fara yfir erfðir og erfðaefni. Hvað er erfðafræði?  Erfðafræði fjallar um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma. Vorum einnig að tala um ríkjandi og víkjandi gen og arfðgerð og svipgerð og margt fleira.

Áður en við fórum samt yfir glósurnar þá horfðum við á myndband um gen og áttum við að skrifa hjá okkur punkta í leiðinni. Ég náði nokkrum punktum:

-Menn hafa um 20.000 gen

-Krímósóm eru litningar.

-Það eru 46 litningar sem raðast á 23 pör.

Miðvikudagur

Það voru allir saman í tíma á miðvikudaginn af því að Gyða var ekki eftir hádegi. Gyða setti okkur saman í hópa og var ég með Sunnevu, Siggu Láru og Línu í hóp og áttum við að gera kynningu um frumuna fyrir krakka í 7 og 8. bekk. Það voru allir hóparnir að gera kynningar og verkefnið tókst bara vel :). Þegar maður var búinn með kynninguna átti hún að fara inná padlet.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að skoða Þessa síðu hér og þessa hér. Við áttum aðeins að lesa okkur til um hvernig einkenni erfast á milli kynslóða og ég komst að því að einkenni einstaklinga ráðast af aðskildum þáttum sem erfast frá báðum foreldrum. Það voru líka nokkur myndbönd sem ég horfði á sem tengdust einnig erfðum og þróun, ég horfði á eitt myndband þar sem var verið að tala um aðlögun og fjölbreytni og þá var sýnd mynd af fuglum sem voru allir af sömu tegund en voru allir með mismunandi gogga af því að þeir bjuggu á mismunandi svæðum og það var öðruvísi hvernig þeir náðu sér í fæðu þetta var mjög athyglisvert.

Fréttir:

Jörðin einn fyrsti líf­væn­legi hnött­ur­inn

Gaml­ar tenn­ur segja nýja sögu

Lofts­lags­skýrsl­ur SÞ ólæsi­leg­ar

 

 

Posted in Hlekkur 2 2015.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.