Skip to content


Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við yfir glósupakka um erfðafræði. Við vorum að fræðast um hugtök t.d. Ríkjandi og víkjandi (ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum og víkjandi með lágstöfum), svipgerð (sjáanlegt einkenni lífvera) og arfðgerð (genauppbygging lífverunnar), arfhreinn (sem er t.d. með litningana RR) og arfðblendinn (er t.d. með litningana Rr). Við vorum líka aðeins að tala um Gregor Mendel sem var munkur sem gerði tilraunir með ræktun baunagrasa, hann var oft kallaður faðir efnafræðinnar. Mendel visi ekkert um litninga eða gen þegar hann fór að rannsaka baunagrös þegar hann fór að velta fyrir sér af hverju fræ af lágvaxinna plantna gaf eingöngu lágvaxnar  plöntur og af hverju fræ af hávöxnum plöntum gáfu aðeins af sér hávaxnar plöntur. Mendel dó án þess að fá viðurkenningu fyrir verk sín.

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna og þetta voru stöðvarnar sem voru í boði:

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Ég fór á þessar stöðvar:

1. Spjöld-hugtök og skilningur -Vorum með spjöld með hugtökum á og önnur spjöld með útskýringum. Áttum að para saman spjöldin

Við stelpurnar spiluðum spilið nokkurnveginn eins og samstæðuspil, þetta gekk vel og ég náði 6 samstæðum. Það var semsagt eitt spil með hugtakinu og eitt með útskýringunni sem maður átti svo að para saman.

4. Hugtakakort-krossglíma

Ég gerði krossglímu á hugtakakortið mitt og notaði hugtökin úr spilinu mér til hjálpar.

8. Frétt -Vilja fá að fikta í erfðaefninu

Breskir vísindamenn vilja nú fara að breyta erfðaefni mannsfóstra og rannsaka fyrstu þroskastig mannsins. Það er mjög nýlega sem mannfólkið fór að breyta erfðaefni mannsfóstra og er gjörningurinn afar umdeildur. Mér finnst þetta vera svolítið óvenjulegt og skil ekki alveg tilganginn með þessu.

Frétt -Kári verðlaunaður fyrir alzheimersrannsóknir

Kári Stefánsson var nú á dögunum fyrstur manna til þess að fá Grundke-Iqbal verðlaun samtakanna fyrir alzheimersrannsóknir. Í greininni var skýrt frá niðurstöðum athugana á erfðaefni nærri tvö þúsund Íslendinga þar sem fannst stökkbreyting sem verndar gegn alzheimersjúkdómnum. Uppgvötunin hefur vakið mikla athygli og var álitin stórt skref í leitinni að lyfjum.

 

Fimmtudagur

Gyða var ekki á fimmtudaginn en við fórum í tölvuver og fórum á þessar síður: erfðir.is, erfðir og þróun og khan academy

Þessar síður eru mjög hjálplegar í erfðafræði en ég var mest að skoða khan academy vídeoin sem voru mjög fræðandi og ég lærði aðeins betur um þetta allt saman.

eye-color-alleles

Heimild mynd: http://genetics.thetech.org/ask/ask363

Það var mikið að tala um í khan academy um það hvernig augnlitur erfist og á myndinni hér að ofan sýnir hvernig augnlitur erfist, báðir foreldrarnir eru arfðblendir en það eru meiri líkur á að börnin verði með brún augu af því að það er meiri ríkjandi litur heldur en blái liturinn.

Fréttir:

Skiln­ingi á líf­inu breytt til fram­búðar

Erfðafræði mígren­is op­in­beruð

Rannsaka erfðafræði áfengissýki

 

Posted in Hlekkur 2 2015.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »