Skip to content


Vika 5

Mánudagur

Á mánudagur fengum við verkefnablöð þar sem maður átti að kasta upp peningi og finna út hvernig barnið sitt myndi líta út. Það voru alltaf þrír möguleikar og maður átti að kasta upp tvemur eina krónum. Ef maður fékk kannski fisk í báðum köstunum þá fékk maður lítið nef en ef maður kastaði og fékk fisk og skjaldamerki var barnið manns með miðlungsstórt nef. Þetta var líka um hárlit og eyru og framvegis.

Miðvikudagur

Við skoðuðum fréttir og margar þeirra voru tengdar erfðatækni. Við skoðuðum meðal annars myndband um það hvað það er búið að erfðabreyta mat og hvernig það er búið að stækka hann og gera hann betri á mörgum árum. Við skoðuðum líka þessa síðu þar sem er einnig fjallað um erfðabreyttan mat. Það var líka frétt sem við kíktum á þar sem var verið að segja frá dul­ar­full­um fjölda­dauða an­tilópa af teg­und­inni saiga í Kasakst­an. Það er ekki alveg vitað enn hvað olli þessum fjöldadauða en telja það vera útaf því að lofts­lags­breyt­ing­ar og storma­samt veðurfar síðasta vor hafi valdið breyt­ing­um á áður skaðlaus­um bakt­erí­um sem lifa í an­tilóp­un­um í ban­væna skaðvalda. Við vorum líka aðeins að tala um eineggja tvíbura og tvíeggja tvíbura og hver er munurin á þeim. Tvíeggja tvíburar eru ekkert meira líkir hvoru öðru heldur en venjuleg systkini af því að tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring. En eineggja tvíburar hinsvegin eru mjög líkir af því að þeir koma úr einu frjóvguðu eggi sem myndar tvo fósturvísa. Eineggja tvíburar eru líka komnir af einni og sömu okfrumunni og hafa nákvæmlega eins erfðaefni.

Fimmtudagur

Við byrjuðum á því að búa til tvær spurningar fyrir heimaprófið sem við myndum fá í næstu viku. Því næst fórum við í kahoot sem var um erfðafræði og það var dálítið flókið en samt gaman.

Fréttir:

Snarpur jarðskjálfti við Chile í nótt

Mars­neskt loft á hverf­anda hveli

Posted in Hlekkur 5.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »