Skip to content


Vika 6

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við afhend heimapróf og notuðum tímann til þess að vinna svolítið í því. Prófið var frekar langt en við fengum tíma alveg til fimmtudags til þess að klára það.

Miðvikudagur

Í tímanum á miðvikudaginn var Gyða búin að skipta okkur í tveggja manna hópa sem áttu svo að gera verkefni saman. Verkefnið var þannig að gyða var búin að skrifa nokkur hugtök úr því sem við erum búin að læra uppá töflu:

erfðagallar

fósturrannsóknir

kynbætur

erfðafræðilegur breytileiki

ákjósanlegir eiginleikar

genapróf

kortlagning erfðamengja

DNA greining

stofnfrumurannsóknir

einræktun

genabankar

Ég og Gummi vorum saman og við tókum genapróf og áttum við að afla okkur upplýsinga um það og reyna að fræðast eins mikið um genapróf og við gátum. Svo áttum við í næsta tíma að ræða um genapróf við hina krakkana án þess að hafa neitt blað okkur til hjálpar. Nú vitum við hvað genapróf snúast um og þetta er það sem við lærðum:

  • Sumt fólk fer í genapróf til þess að vita hvort það beri arfgengan sjúkdóm.
  • Genapróf eru oftast framkvæmd þannig að það er tekið munnvatn úr einstaklingnum og skoðað frumurnar úr því.
  • Á Íslandi er tekið blóðsýni úr öllum nýfæddum börnum.
  • Það er í boði fyrir óléttar konur að fara í genapróf til þess að komast að því hvort barnið sé heilbrigt.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var svo komið að því að tala um hugtökin. Það var búið að setja saman öll borðin þannig að það varð að einu stóru borði þar sem við sátum öll saman. Við fórum hringin og ræddum málin og veltum fyrir okkur ýmislegum hlutum. Tíminn var svo reyndar búinn einmitt þegar það var komið að okkur Gumma að tala.

Lifandi vísindi

Ég sá eina grein í lifandi vísindi um erfðafræði einmitt það sem við erum búin að læra um, þannig að ég ákvað að segja aðeins frá henni hér.

Í nýjasta tölublaði lifandi visinda er fullyrt að manneskjur framtíðar verða vesalmenni. Maðurinn hefur stöðugt verið að breytast frá því að hann kom fyrst á sjónarsviðið, til þess að komast af í baráttunni við hin óblíðu náttúruölf. Nú í dag eru annarskonar umhverfisþættir sem hafa áhrif á þróun mannsins.

En hvað veldur því að maðurinn þróaðist?                                          „Gen manna verða stöðugt fyrir áhrifum af þeim heimi sem við lifum í. Líkaminn finnur ekki upp splunkunýtt gen en tíðni tiltekinna frávika getur aukist ef hún bætir líkur fólks að lifa af“. Gen þeirra manna sem uppi voru fyrir mörg þúsundum árum og voru kannski fljótir að hlaupa og veiða mat og þess vegna lifa af, fluttust áfram til barna þeirra og fyrir vikið jukust lífslíkur þeirra. Eins og fullyrt var í greininni í lifandi vísindi þá er þetta að gerast á ýmsum stöðum í heiminum. Eins og í Himalaya fjöllunum, þar sem loftið er næfurþunnt, er fólkið búið genaafbrigðum sem ekki finnast hjá öðrum. Genið auðveldar líf í súrefnissnauðu umhverfi fjallanna. Í Afríku er að finna tiltekið afbrigði blóðgena sem myndar vörn gengn einni gerð malaríu og hafa um 90% þetta gen. Eftir að fyrsti maðurinn kom fram á sjónarsviðið fyrir milljónum ára hefur þróunin hjá manninum gengið út á það að gera hann hæfari til að afla sér fæðu og skjóls. En í dag hefur stærsti hluti mannkyns nóg af mat og skjóli. Þess vegna spá vísindamenn að þróunin verði í aðra átt héðan í frá. Af því að hann hefur nóg af mat og hafi ekki þörf fyrir stóran heila, skarpa sjón, sterkar tennur o.s.frv. Líkur eru á því að íbúar jarðar eldist vegna þess að mataræði batnar, sjúkdómar verði fátíðari og lyf öflugri. Vöðvar líkamans rýrna og maðurinn verður ekki eins sterkur því við munum nýta okkur allskyns hjálpartæki í framtíðinni og sjónin versnar. Vegna auðveldari aðgangs að orkuríkari fæðu verður manneskjan hávaxnari og þar sem fæðan verður einnig auðmeltari verðum við með lélegri tennur.

Þessi lýsing á framtíð mannkyns hljómar frekar lítið spennandi og jafnvel óhugguleg. Eins og sagt er í greininni þá þróast maðurinn mun hraðar vegna fjölmennis á jörðinni en hann gerði fyrir milljón árum og gæti það leytt til þess að maðurinn verði í framtíðinni hávaxið vesalmenni. Vísindamönnum hefur þó áður skjátlast í spádómum sínum

Heimild:

Lifandi vísindi tölublað nr 13/2015 bls 30-31

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »