Skip to content


Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við einkunnirnar úr skýrslunum. Við fengum svo glærur um efnafræði og fórum í nearpod kynningu sem var upprifjun um frumeindir.

Miðvikudagur

Gyða byrjaði aðeins að tala um efnahvarf og hvata og allskonar því tengt. Við vorum að skrifa hjá okkur á hugtaka kortin okkar á meðan. Svo byrjuðum við á því að gera stutta tilraun sem var kölluð fílatannkrem. Ég var sett í hóp með Mathiasi, Heklu og Eydísi.

Efnahvarf og hvati

Við efnahvörf myndast ný efni vegna endurröðun raðeinda. Engin breyting verður á kjarna við efnahvarf. Efnin sem breytast eru kölluð hvarfefni en efnin sem myndast eru kölluð myndefni og bæði hvarfefnin og myndefnin geta samanstaðið af frumefnum og sameindum. Efnahvatar eru efni sem hjálpa til við efnahvörf með því að lækka orkuþröskuldinn sem þarf til þess að efnahvörf geti átt sér stað. Efnahvörf geta átt sér stað bæði þegar meiri orka kemur inn í kerfi eða þegar orka losnar úr kerfi.

IMG_0618

Fílatannkremstilraunin

Fimmtudagur

Ég var ekki af því að ég var í tannréttingum að losna við spangirnar! :) En ég heyrði að þau voru að vinna í skýrslunni sem við áttum að skrifa um fílatannkremstilraunina.

Fréttir:

„Geim­veru­bygg­ing­ar“ lík­lega hala­stjörn­ur

„Jörðin okk­ar er með krabba­mein, ég er líka með krabba­mein“

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.