Skip to content


Þurrís tilraun

Þurrís

Munurinn á þurrís og venjulegum klaka er að þurrísinn er frosinn koltvísýringur en klakinn er frosið vatn. Þurrís er miklu kaldari en venjulegur ísmoli og ef hann er snertur lengur en örskamma stund getur húðin kalið og brunasár myndast. Ísmoli breytist í vatn ef að hann er tekin úr kæli og ef vatnið er síðan hitað mjög mikið getur það breyst í gufu. Þurrís breytist aftur á móti í gas við það að bráðna og hann fer ekki í vökvaform áður. Þess háttar hamskipti kallast þurrgufun. Efnajafnan fyrir þessa breytingu er: CO2(s) – CO2(g). Þurrís breytist í gas við -78,5°C og er því mun kaldari en venjulegur klaki. Þurrís er búinn til úr koltvísýsingsgasi í sérstökum vélum. Þurrís er ekki hægt að finna á jörðinni en finnst á öðrum plánetum þar sem annað hitastig og annar þrýstingur er. Pólhettur Mars eru t.d. aðallega úr þurrís.

Heimildir: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=50146http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5000

Það voru nokkrar stöðvar sem maður var að gera allskonar tilraunir með þurrís og okkur var skipt í hópa. Ég var með Filip í hóp.

Hér eru svo tilraunirnar sem við gerðum (í þeirri röð sem ég fór í)

Þurrís og málmur

Áhöld og efni:

 • Bakki
 • Þurrís
 • Málmur

Settum þurrísinn á bakka og prófuðum að setja allskonar málma á og gá hvað myndi gerast. Þegar það var tekið málm og þrýst honum við þurrísinn þá komu há ískurhljóð. Þetta gerðist af því að það er svo mikill hitamunur á milli málmsins og þurrísins þannig að þá kom þrýstingur.

Þurrís og sápukúlur

Áhöld og efni:

 • Glerbúr
 • Þurrís
 • Sápukúlur

Í þessari tilraun settum við þurrís í stór og djúpt glerbox og blésum svo sápukúlum yfir. Þegar við blésum sápukúlum yfir glerbúrið voru þær næstum því alveg kyrrar svífandi yfir glerbúrinu. Við náðum þó að láta eina komast ansi nálægt botninum. Þetta gerist af því að koltvíoxíið er að gufa upp og þrýstir þá kúlunum upp.

IMG_0675

Þurrís og sápa

Áhöld og efni:

 • Plastskál
 • Tuska
 • Heitt vatn
 • Uppþvottalögur

Byrjað var að setja heitt vatn í plastskál og svo var sett smá þurrís ofan í skálina og þá kom upp mikil gufa því næst var svo sett blauta tusku með sápu í á kantinn á skálinni tuskan var síðan dregin þétt yfir op skálarinnar þannig að sápan hélt spennu og blés út. Það þurfti að gera þetta hægt og rólega nokkrum sinnum til þess að það myndi koma sápukúla. Þetta gekk á endanum og þá kom alveg risastór kúla sem var full af gasi frá þurrísnum. Þegar sápukúlan var orðin mjög stór þá sprakk hún og hvít gufa dreifðist út um allt borðið. Þetta gerist vegna þess að þurrísinn var að breytast í gas og gas hefur stórt rúmmál. Þetta var mjög kúl tilraun.

 

IMG_0677IMG_0679

Þurrís og vatn

Áhöld og efni:

 • Vatn
 • Mjó tilraunarglös
 • Þurrís

Sett var heitt, kalt og sjóðandi heitt vatn í þrjú mjó tilraunarglös. Svo var sett smá af þurrís í öll glösin. Það kom mest gufa úr glasinu sem var með sjóðandi heitu vatni í og svo kom næstmest úr glasinu með heita vatninu en það kom minnst úr því glasi sem var með köldu vatni. Þetta gerðist út af því að það er mesti hitamismunurinn í glasinu með sjóðheita vatninu en minnst í glasinu með kalda vatninu.

IMG_0681IMG_0684

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »