Skip to content


Avatar

Avatar myndin

Við í bekknum horfðum á Avatar í síðustu viku þegar Gyða var ekki við og áttum svo að gera verkefni út frá myndinni. Við áttum að fylgjast vel með náttúrunni í myndinni og hvernig hún virkaði. Avatar er framtíðar ævintýramynd sem gerist árið 2154 á plánetunni Pandóru sem er í öðru sólkerfi en jörðin. Myndin fjallar um það að mennirnir fara til Pandóru til að sækja verðmætann málm sem kallast unobtanium. Málmurinn er í mestu magni undir risastóru tré sem frumbyggjarnir búa í. Jake Sully er fyrrum hermaður sem er lamaður frá mitti niður. Hann var valinn til þess að taka þátt í svokölluðu Avatar Program en upphaflega átti verkefnið að vera fyrir tvíburabróður hans sem hafi dáið nýlega. Verkefni hans Sully’s er að fara inn í manngerfing sem líkist Na’vi  fólkinu. Hann átti að kynnast fólkinu og falla inn í hópinn og færa sínum mönnum upplýsingar um Na’vi fólkið og reyna jafnframt að samfæra það um að það væri öllum fyrir bestu að þau flyttu búsvæði sitt eitthvert annað. Dæmið snýst við og Sully verður ástfanginn af Na’vi stúlku og kynnist fólkinu betur og sér þá hversu hræðilegar afleiðingar það myndi hafa fyrir Na’vi fólkið. Avatar er skrifuð og leikstýrð af James Cameron sem er þekktur fyrir að hafa leikstýrt ýmis stórmyndum eins og The Terminator, Aliens, Titanic og mörgum öðrum myndum. Avatar er ein vinsælasta  kvikmynd sögunnar og er einnig sú dýrasta. James Cameron byrjaði fyrst að skrifa Avatar árið 1994 og kom  hún svo loksins í kvikmyndahús árið 2009. Avatar varð mjög vinsæl ekki síst fyrir tæknina á bak við hana og fólki fannst ótrúlegt hvað þetta var virkilega vel gert og öðruvísi en það var vant að sjá og nákvæmt enda voru margir vísindamenn sem tóku þátt í gerð myndarinnar. Planað er nú að halda þessum myndum áfram og eru nú þrjár aðrar myndir í bígerð og munu líklega koma út árin 2017 og 2019. Ég ætla nú aðeins að tala um Pandóru og hennar fjölbreyttu náttúru.

Pandóra

Pandóra er fimmta tungl gas risans Polyphemus sem hefur í alls 13 tungl. Pandóra er næstum því jafn stór og jörðin en út af því að Pandóra er minni þá er þyngdarafl hennar 20% minna en á jörðinni. Út af minni þyngdarafli þá eru flest dýrin á Pandóru með sex fætur. Andrúmsloftið þar er blanda af Nítrógeni, súrefni, koltvíoxíð, xenon, ammoníak, metani og vetnissúlfíði. Mannfólkið getur ekki andað loftinu að sér af því að það er og mikið að koltvíoxíði í því. Á Pandóru umhverfið svipað og á jörðinni en samt allt öðruvísi. Á Pandóru eru mikið af vötnum, fossum, fjöllum, trjám og gróðri.

avatars_earth2

Náttúra

Náttúran á Pandóru er mjög falleg og öðruvísi en sést á jörðinni. Sumar plönturnar á Pandóru eru samt svipaðar og finna má á jörðinni. Á pandóru sjást stór og gömul tré og eitt þeirra sem sést í myndinni er tréð sem Na’vi fólkið býr í. Á Pandóru er samt eitt tré sem heitir Eywa eða sálnartréð. Eywa er einhvernskonar guð hjá Na’vi fólkinu.  Eywa leiðir afl og heldur jafnvægi í náttúrunni. Fræin af Eywu samkvæmt Na’vi fólkinu eru mjög hreinir og heilagir andar og gegna einnig trúarlegu mikilvægi fyrir Na’vi fólkið. Í myndinni sér maður oft á nóttunni að lífverurnar bæði fólkið og plönturnar gefa frá sér einhvernskonar ljós eins og þegar Na’vi fólkið er að ganga á jörðinni þá kemur svona ljós blettur þar sem þeir stíga,  jafnvel húð Na’vi fólksins hefur munstur með glóandi punktum. Svo til að forðast að rándýr finni dýrin þá geta þau dempað eigið lífs ljós.  Það er mikið um græna, bláa og fjólubláa liti í náttúrunni á Pandóru og það útskýrir afhverju N’vi fólkið er blátt á litinn, sem gefur þeim betri feluliti á kvöldin. Á Pandóru eru líka svífandi fjöll sem kallast Hallelujah mountains. Hallelujah fjöllin eru staðsett í segulhringiðu og svífa þar hægt líkt og hafís á rúmsjó. Fjöllin eru þakin skógi og það streyma vatnfossar niður hliðar fjallanna sem enda æi vatnsgufu.

Hallelujah-Mountains-Avatar-519274446694b4b30092893cb60fe1e27blogSpan

Dýr

Mörg furðuleg dýr eru á Pandóru eins og hestar sem hafa sex fætur sem Na’vi fólkið notar sem heimilsidýr. Na’vi fólkið veiðir ekki dýr nema af algjöri nauðsyn af því að þau trúa að hver einasta skepna sem lifir hafi sál og þegar Na’vi fólkið drepur dýr þá segja þau þessi orð „Ég sé þig og ég þakka þér, andi þinn fer með Eywu líkami þinn verður eftir og verður hluti af fólkinu“. Na’vi Fólkið er ekkert ósvipuð mönnunum þau ganga á tveimur fótum og láta svolítið eins og menn. Na’viar eru 3 metrar á hæð, hafa stór gul augu, bláir að lit, fjóra fingur og langt skott sem þeir nota til þess að tengjast öllum dýrum í gegnum Eywu. Það eru margir Na’vi þjóðflokkar á Pandóru sem hafa ólíka mennigu og í myndinni er verið að fjalla um Omaticaya ættbálkinn. Helstu dýr sem koma fram í myndinni eru Ikran sem eru fljúgandi drekar sem er mjög hættulegir. Þegar Na’vi fólkið er tilbúið má það fá sér Ikran og Ikraninn þarf alltaf að velja meistara sinn og Na’vi fólkið veit að Ikraninn er búinn að velja hann þegar hann reynir að drepa hann. Þegar Na’vi fólið hefur náð að beisla sér Ikran dreka geta þeir svifið um háloftin á ógna hraða. Taruk er lang stærsti drekinn og allir Na’viar óttast hann og sá sem nær að beisla hann er ótvíræður leiðtogi og það tókst Jake Sully að lokum. Thanator kemur einnig fyrir í myndinni og það eru mjog hættuleg dýr sem lifa í skógum Pandóru og minnir helst á grimman úlf.

Thanator

Heimildir:

http://james-camerons-avatar.wikia.com/wiki/Avatar_Wiki

https://www.pandorapedia.com/

https://en.wikipedia.org/wiki/Avatar_(2009_film)

Myndir heimildir:

http://planetaria.ca/2013/12/first-exomoon-found/

http://moviewallpaperpics.com/hallelujah-mountains-avatar/

https://www.pinterest.com/pin/365495325983610098/

http://learning.blogs.nytimes.com/2010/01/20/natures-call-drawing-inspiration-from-avatar-to-study-and-create-organisms/?_r=0

https://www.pinterest.com/11anndon/avatar-~-navi-~-pandora/

 

 

 

 

 

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.