Skip to content


Vísindavaka 2016

Í síðustu viku þá byrjuðum við á finna tilraunir fyrir vísindavöku. Ég var með Heklu og Evu í hóp. Við vorum nú ekki lengi að komast að niðurstöðu um hvaða tilraun við ættum að framkvæma og ákváðum við að gera tilraun sem við kölluðum Borðtennis í jógúrti. Við fundum tilraunina inná þessari síðu. Rannsóknaspurningin við tilrauninni var: með mismunandi aðferðum, hversu hátt getur borðtenniskúla skoppað án þess að henni sé kastað?

Efni og Áhöld

  • Þrjár misstórar plastdollur
  • Vatn
  • Þrjár borðtenniskúlur

Framkvæmd

Fyrst var sett vatn í fyrstu dolluna sem var lítil skyrdolla og sett lítið af vatni í hana. Síðan var dollunni snúið í hringi þannig að vatni varð að hringiðu svo að kúlan myndi haldast betur í miðjunni á dollunni. Kúlan var svo sett í dolluna og dollunni sleppt. Þegar dollan datt í jörðina þá skoppaðist kúlan mun hærra heldur þegar henni var sleppt beint í jörðina. Við gerðum þetta með þremur mismunandi dollum og kúlan skoppaði eiginlega jafn hátt með dollunum sem voru nokkurnveginn svipaðar að stærð. Við prófuðum svo að nota aðeins öðruvísi dollu sem var hærri og tók meira vatn en hinar og þegar við gerðum það sama með hana þá skoppaði kúlan ennþá hærra en í fyrri skiptin.

Af hverju gerist þetta?

Þetta gerist af því að þegar þú sleppir dollunni þá fellur kúlan, vatnið og dollan öll saman á sama hraðanum, sem eykst eftir því sem þau falla (hröðun) út af þyngdaraflinu. Dollan snertir jörðina fyrst, svo skellur vatnið í botninn á dollunni. Þegar vatnssameindirnar hrannast upp þá rekast þær á hvort aðra og búa til þjappaða öldu sem ferðast upp mjög hratt. Hafðu það í huga að um leið og þetta gerist er borðtenniskúlan enn að falla niður af því hún byrjaði aðeins ofar að falla heldur en dollan og vatnið. Vatnið hefur mun, mun meiri massa heldur en borðtenniskúlan þannig að þegar aldan sem er að ferðast upp rekst á kúluna sem er á leiðinni niður flyst ótrúlega mikil orka og skriðþungi yfir í kúluna. Þar sem borðtenniskúlan hefur mun minni massa þá gefur þessi flutningur á skriðþunga kúlunni mjög mikinn hraða upp (vegna varðveislu skriðþunga) mun meiri hraða heldur en kúlan eða vatnið hafði þegar þau féllu til  jarðar sem gerir það að verkum að kúlan skýst mun hærra upp í loftið heldur en hæðin sem þú lést hana falla úr.

Svarið við rannsóknarspurningunni var svo þetta:

Með mismunandi aðferðum hversu hátt getur borðtenniskúla skoppað án þess að henni sé kastað? Og svarið við þessari spurningu er: mjög hátt! Nánar tiltekið allt að 3,4 metrum. Þegar maður notar ekkert nema höndina til að sleppa kúlunni skoppar hún ekki nema í mesta lagi hálfan metra. Ef maður notar skyrdollu sem er frekar breið og stutt þá skoppar hún allt að 2 metrum. Ef maður notar jógúrtdollu sem er ekki alveg jafn breið og aðeins lengri skoppar hún allt að 2,5 metrum. Ef maður notar svo skyrdrykksdollu sem er ennþá mjórri of lengri þá skoppar hún allt að 3,4 metra. Ástæðan fyrir því að hún skoppar mest í mjóu og löngu dollunni er í fyrsta lagi að þæa er lengra bil á milli tímans sem vatnið skellur í jörðina og þegar kúlan skellur niður, og í öðru lagi af því þá er auðveldara fyrir vatnið að búa til ölduna sem talað var um áðan því það er ekki jafn dreyft og t.d. skyrdollunni. Að öllum líkindum er betra að hafa dolluna háa og mjóa.

Myndbandið sem við gerðum má svo sjá hér

Tilraunin var mjög skemmtileg og það gekk bara vel hjá okkur þótt það hafi tekið nokkrar tilraunir við að láta kúlurnar skoppa :)  Öll myndböndin voru rosa flott og vel gerð og eitt af þeim myndböndum sem mér fannst mjög flott var hjá þeim stelpum Ljósbrá og Eydísi hér er myndbandið þeirra.

 

 

 

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.