Skip to content


Vika 1 Hlekkur 5

Mánudagur

Á mánudeginum vorum við að kynna vísindavökutilraunirnar okkar.  Okkur gekk bara vel að kynna og öll myndböndin voru mjög flott og vel vönduð. Svo áttum við að gera sjálfsmat af okkar eigin myndbandi.

Miðvikudagur

Byrjuðum á nýjum hlekk sem er um orku. Við fengum svo glósur og fórum í nearpod.

Smá um orku:

Orkagetur aldrei eyðst eða myndast. Orka getur aðeins breytt úr einni mynd í aðra. Það eru til ólík form orku.

Hreyfiorka: Þegar við göngum, hjólum eða sláum í bolta notum við orku. Við breytum efnaorku fæðuefnanna í hreyfiorku.

Stöðuorka: Hlutur getur búið yfir orku sem ræðst af því einu hvar hann er staðsettur og sú tegund orku nefnist stöðuorka.

Varmaorka: Þegar maður nuddar t.d. höndunum saman þá breytir maður hreyfiorku handanna í varmaorku.

Efnaorka: Þegar maður fer á íþróttaæfingu notar maður efnaorkuna sem geymd er í vöðvunum og var áður í matnum sem maður borðaði. Í ljóstillifunarferlinu beisla plöntur geislunarorku og bindur hana í efnaorku.

Rafsegulsorka: Ljós er ein gerð rafsegulorku.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var okkur gefið tækifæri til að skila blogginu fyrir vísindavöku. Ég hafði klárað það daginn fyrir en maður átti að segja frá sinni tilraun á blogginu hvernig tilraunin gekk og svo segja frá bæði rannsóknarspurningunni og niðurstöðunum.

Fréttir:

Fengj­um skýr­ari mynd af sól­kerf­inu

Gera til­raun með kjarna­samruna

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.