Skip to content


Vika 2

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við í nearpod kynningu sem var um rafmagn. Svo skoðuðum við líka tvær greinar á vísindavefnum, önnur fjallaði um svartaraf og hin um rafmagn.

Raf

Svartaraf er mjög hörð tegund af koli sem eru oft notað í skartgripagerð. Svartaraf er þó ekki myndað undir hita og þrýstingi eins og önnur kol, heldur er það myndað undir þrýstingi í vatni. Þrátt fyrir nafnið er efnið alls óskylt rafi, sem er steingerð trjákvoða.

Raf er steingerð trjákvoða sem er stundum notuð í skartgripi. Flest raf er um 30-90 milljón ára gamalt. Rafmagn dregur heiti sitt af rafi.

svartaraf_151208220px-Amber.insect.800pix.050203

 

Svartaraf                                        Raf

Heimildir: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=30729https://is.wikipedia.org/wiki/Raf

Á miðvikudaginn vorum við í stöðvavinnu sem fjallaði um rafmagn. Þetta voru stöðvarnar sem voru í boði:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefnablað – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 7. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 8. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 9. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 10. Bók – Raf hvað er það?
 11. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 12. Önnur einföld ensk rafmagnsæfing
 13. Tilraun – rafrásir
 14. Spjaldtölva – rafmagnsleikir
 15. Hugtök – frekari útfærsla á hugtakakorti þessa hlekks
 16. Vindmyllur
 17. James Prescott Joule
 18. Eðlisfræði 1 Spenna og straumur bls. 14 og fleira gott í þeirri bók

Og þetta eru stöðvarnar sem ég fór á:

 1. Eflisfræði 1 sjálfspróf

Spurning 1: Hvaða eindir eru í frumeind og hvers konar rafhleðslu hafa þessar eindir?

Í hverri frumeind er kjarni. Umhverfis kjarnann sveima eindir sem kallast rafeindir. Bæði kjarninn og rafeindirnar  eru rafhlaðnar. Rafhleðslan er tvenns konar: Neikvæð hleðsla og jákvæð hleðsla. Í kjarna frumeinda eru jákvætt hlaðnar eindir sem kallast róteindir og óhlaðnar eindir sem kallast nifteindir. Róteindirnar valda því að kjarninn verður jákvætt hlaðinn en rafeindirnar eru hins vegar neikvætt hlaðnar.

Spurning 2: Hvers konar rafhleðslu fær sá hlutur sem:

 1. a) hefur of margar rafeindir?
 2. b) vantar rafeindir?
 3. a) Neikvætt hlaðin
 4. b) Jákvætt hlaðin

Spurning 3: Hvers vegna er frumeind í heild óhlaðin?

Vegna þess að hún hefur jafn margar róteindir og rafeindir.

Spurning 4: Hvað gerist ef tveir hlutir koma nærri hvor öðrum og þeir hafa:

 1. a) samskonar rafhleðslu?
 2. b) mismunandi rafhleðslu?
 3. a) Sams konar rafhleðslur hrinda hver annarri frá sér
 4. b) ólíkar rafhleðslur dragast hver að annarri

Spurning 6: Hvers vegna ættir þú að forðast að vera úti á vatni ó þrumuveðri?

Eldingin fer ávallt stystu leið til jarðar og best er að forðast að vera hvar land rís hæst.

Spurning 8: Þú nuddar uppblásinni blöðru við hárið á þér. Bæði blaðran og hárið verða rafhlaðin. Útskýrðu.

Hluti rafeindanna færist frá hárinu og yfir á blöðruna. Hún verður neikvætt hlaðin og hárið fær jákvæða hleðslu.

 1. Lögmál Ohms

Lögmál Ohms er regla sem segir að rafstraumur í rafrás sé í réttu hlutfalli við rafspennu. Því hærri straumur því lægra viðnám.

V=Spenna-Volt V

I=Straumur-Amper A

R=Viðnám-Ohm

ohms-law2

 

Mynd: http://www.electronics-micros.com/electrical/ohms-law/

Fimmtudagur

Það var bara skóli til hádegis vegna óveðurs.

Fréttir:

Ævar vísindamaður talar um orku

Ban­an­ar gegn krabba­meini

Loft­meng­ur dreg­ur millj­ón­ir til dauða

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.