Skip to content


Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn var rólegur tími, við skoðuðum allskonar fréttir og kíktum á blogg. Við áttum að enda á því að fara í Kahoot í lok tímans en það gleymdist alveg. Við fengum svo líka smá heimavinnu sem við áttum að skila á fimmtudaginn og verkefnið var það að við áttum að taka mynd eða teikna rafmagnstöfluna heima og merkja við lekaliðann og fjalla aðeins um rafmagnsöryggi.

Miðvikudagur

Það var öskudagur á miðvikudaginn og það voru nú nokkrir sem komu í búningum meðal annars ég og Eva :) En í náttúrufræði var stöðvavinna um rafmagn og það voru ýmsar stöðvar í boði, þetta voru þær:

 1. Eðlisfræði 1 Sjálfspróf
 2. Tölva phet-forrit
 3. BBC og rafmagn – svaka einfalt:)
 4. Verkefni – straumrásir
 5. Vefur fallorku – fróðleikur um rafmagn
 6. Rafmagnsöryggi bls. 30-34 í Eðlisfræði 1
 7. Verkefni – rafhleðsla og kraftur
 8. Tölva  hátæknivefur grunnskólans skoðum rafrásir og rafrásarteikningar
 9. Spjaldtölva. Lögmál Ohms.
 10. Lifandi vísindi nr15/2015 Samrunaver og nr13/2015 Hraðskólinn rafmagn
 11. Orð af orði – krossglíma
 12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10
 13. Eðlisfræði handa framhaldsskólum – eldingavari bls. 235.
 14. Bók – Alheimurinn bls. 30-31 öreindir og skammtafræði
 15. Orkan – mynd 3-14 bls. 61.  Teikna upp og útskýra.
 16. Tengdu fjóra rafmagnsleikur
 17. Tilraun segulsvið
 18. Önnur ensk rafmagnsæfing
 19. Spennubreytar bls. 82-85 í Eðlisfræði 2
 20. Tilraun – rafrásir
 21. Stuttar kynningarmyndir Kvistir

stöðvarnar sem ég fór á:

 10. Lifandi vísindi nr 15/2015 Samrunaver

Vísindamenn hafa hannað öflugan samrunaofn sem gæti verið tilbúin eftir 10 ár og framleitt sexfalda orkuþörf sína. Ofninn hefur fengið nafnið ARC og er helmingi minni í þvermáli en stærsti samrunaofn heims Iter, en á að framleiða jafnmikla orku fyrir aðeins brot af kostnaðinum.

Lifandi vísindi nr 13/2015 Hraðskólinn rafmagn

Rafmagn er neikvæðar rafhleðslur-rafeindir. Þær þeysa um í rafrás. Rafeindirnar bera þá orku sem rafrásin þarf til þess að virka. Rafrásinni er lýst með þremur eðlisfræðilegum einingum sem koma fream í lögmáli Ohms:

68bb5df2-fc01-477d-8f06-b4fd7b7b4d44

 

Orkan stekkur

Í rafhleðslu eru kjarnar koparatóma kyrrir meðan refeindirnar stökkva um milli atóma.

IMG_0896 (1)

12. Tilraun – bls. 58 Orka mynd 3-10

Rafsjá er notuð til þess að greina rafhleðslur. Þegar rafsjá er óhlaðin hanga þynnurnar beint niður. Þegar rafhlaðinn hlutur snertir málmhnúðinn berst rafhleðsla niður stöngina og út í málmþynnurnar. Þynnurnar sperrast sundur og sýna að rafhleðsla er fyrir hendi. Þar eð hleðslurnar eru samkynja á báðum þynnunum hrinda þær hvor annarri frá sér og glennast sundur. Ef jákvætt hlaðin glerstöng snertir hnúð rafsjárinnar dregur stöngin til sín lausar rafeindir í málm þynnunum og málmstönginni. Málmstöngin og hnúðurinn leiða þessar rafeindir frá rafsjánni og yfir á glerstöngina. Málmþynnurnar verða jákvætt hlaðnar vegna þess að þær hafa misst rafeindirnar, þær hrinda hvor annarri frá sér og sperrast sundur.

IMG_0898

 

Fimmtudagur

Vorum í skíðaferð

 

Rafmagnstafla

IMG_0882

 

Rafmagnstafla deilir rafmagninu inn á herbergin inn í húsinu og einnig inn á stór rafmagnstæki og lítil.  Ef að leiðslur skemmast í þvottavél, eldavél eða í öðrum tækjum þá slær öryggið út til að koma í veg fyrir bruna.

 

 

IMG_0885

 

Lekaliði

Lekaliði er aðalrofinn og frá lekaliðanum deilist rafmagnið á öryggin. Ef að verður einhver meiriháttar bilun á húsinu þá slær lekaliðinn út rafmagninu í húsinu.

 

Fréttir:

Janú­ar sá hlýj­asti í sög­unni

Hola í óson­lag­inu þegar það ætti að vera þykk­ast

Auga­steinn skim­ar eft­ir rönt­gen­geisl­um

 

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »