Skip to content


Vika 4

Mánudagur

Netið lá niðri en við náðum að fara aðeins í nearpod og kíktum á stutta kynningu um segukmagn. Við fengum meðal annars glósur tengdar því.

Miðvikudagur

Byrjuðum að horfa á stutt myndband sem var tekið með dróna og myndbandið sýndi íslenskt landslag svo áttum við að skrifa niður hjá okkur staðina sem við þekktum. Myndbandið var mjög flott og svo var líka töff tónlist með. Horfðum svo líka á annað myndband  um rafmagn og segulsvið. Við fengum blað með spurningum  á sem tengdist myndbandinu og áttum við svo að svara þegar myndbandið var í gangi. Eftir það vorum við valin í hópa og vorum við sirka 3-4 saman í hóp og hver hópur fékk umslag sem var með spurningu framan á tengdu því sem við erum búin að vera að læra um. Við fengum smá tíma til að skrifa niður svarið okkar við spurningunni og þegar tíminn var liðinn fengum við næsta umslag með annari spurningu frá öðrum hóp og þannig gekk þetta þangað til við vorum kominn hringinn þá átti hver hópur að lesa öll svörin og velja besta svarið. Í lokinn á tímanum var svo skoðað nokkur blogg.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var Gyða bara fyrstu 10 mínúturnar af tímanum með okkur. Hún skipti okkur í hópa og við áttum að fara út og taka myndir af einhverju sem við gátum tengt við einhver hugtök sem við erum búin að vera að læra. Ég var sett í hóp með Halldóri Friðrik, Matta og Heklu. Þegar við vorum búin að taka myndir þá áttum við að setja myndirnar inná facebook hópinn. Svo áttu krakkarnir úr hinum hópunum að skrifa við myndirnar hjá hinum hvað þau héldu að myndin táknaði.

Fréttir

Satt og logið um lofts­lags­mál

NASA gef­ur út meinta geim­tónlist

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.

« »