Skip to content


Vika 5

Mánudagur

Við byrjuðum tímann á því að fara í hópana sem við vorum með í að taka myndirnar um daginn. Hóparnir fóru inn á facebook og áttu að kommenta undir hverja mynd hverju hún tengdist. Eftir það fengum við afhend heimaprófin. Heimaprófið var tíu blaðsíður og fjallaði um rafmagn, við áttum svo að skila því á miðvikudaginn. Við máttum svo nýta restina af tímanum í að vinna í prófinu og ná í bækur okkur til hjálpar.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn áttum við svo að afhenda Gyðu prófin okkar en við máttum nýta tímann í að klára prófið eða fara yfir það og afhenda það svo í lok tímanns. Ég var búin með prófið heima en ég fór aðeins yfir það í tímanum. Prófið var ekki það léttasta myndi ég segja en þetta tókst þó á endanum. Ég nýtti mér bækur sem ég hafði fengið lánaðar og svo fékk ég líka hjálp frá pabba. Mér finnst heimapróf sniðugri heldur enn venjuleg próf af því að mér finnst að maður læri miklu meira á þessu heldur en að reyna að muna allt utan af.

Fimmtudagur

Það var enginn skóli af því að það var vetrarfrí.

Fréttir

Ísland ein­stök hliðstæða Mars

Elta al­myrkva yfir hálf­an hnött­inn

Posted in Uncategorized.


0 Responses

Stay in touch with the conversation, subscribe to the RSS feed for comments on this post.Some HTML is OK

or, reply to this post via trackback.