Skip to content


Vika 7

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að tala aðeins um voðaverkin í París sem gerðist föstudaginn 13. nóvember. Við vorum að tala um hversu svakalegt þetta hefði verið og hvað væri hægt að gera í þessu.

Miðvikudagur

Það var skákmót á miðvikudeginum þannig að það var bara hálfur tími. Við notuðum tímann í að skoða einkunnirnar úr heimaprófunum og svo næst fórum við aðeins að spjalla um nýjan hlekk sem fjallar um efnafræði. Við vorum meðal annars að tala um efni eins og hrein efni, efnablöndu, efnasambönd og frumefni. Gyða sagði okkur einnig aðein um ham efnis, bræðslumark og suðumark og svo talaði hún líka um róteindir og nifteindir og margt annað. Þessi kafli er að mestu bara upprifjun.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var Gyða ekki en við áttum víst að gera verkefni í tölvuverinu en flúðaskólasíðan var hökkuð þannig að við slepptum því að fara í tölvuverið. Þannig að Það var bara farið að vinna í íslensku lotunum í staðin.

Fréttir:

Kol­efn­is­gjald ekki á dag­skránni í Par­ís

Mæta vax­andi eft­ir­spurn með klón­un

Íslendingur safnar fyrir Karíbahafsríki í neyð

Posted in Uncategorized.


Vika 6

Mánudagur

Á mánudaginn fengum við afhend heimapróf og notuðum tímann til þess að vinna svolítið í því. Prófið var frekar langt en við fengum tíma alveg til fimmtudags til þess að klára það.

Miðvikudagur

Í tímanum á miðvikudaginn var Gyða búin að skipta okkur í tveggja manna hópa sem áttu svo að gera verkefni saman. Verkefnið var þannig að gyða var búin að skrifa nokkur hugtök úr því sem við erum búin að læra uppá töflu:

erfðagallar

fósturrannsóknir

kynbætur

erfðafræðilegur breytileiki

ákjósanlegir eiginleikar

genapróf

kortlagning erfðamengja

DNA greining

stofnfrumurannsóknir

einræktun

genabankar

Ég og Gummi vorum saman og við tókum genapróf og áttum við að afla okkur upplýsinga um það og reyna að fræðast eins mikið um genapróf og við gátum. Svo áttum við í næsta tíma að ræða um genapróf við hina krakkana án þess að hafa neitt blað okkur til hjálpar. Nú vitum við hvað genapróf snúast um og þetta er það sem við lærðum:

 • Sumt fólk fer í genapróf til þess að vita hvort það beri arfgengan sjúkdóm.
 • Genapróf eru oftast framkvæmd þannig að það er tekið munnvatn úr einstaklingnum og skoðað frumurnar úr því.
 • Á Íslandi er tekið blóðsýni úr öllum nýfæddum börnum.
 • Það er í boði fyrir óléttar konur að fara í genapróf til þess að komast að því hvort barnið sé heilbrigt.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var svo komið að því að tala um hugtökin. Það var búið að setja saman öll borðin þannig að það varð að einu stóru borði þar sem við sátum öll saman. Við fórum hringin og ræddum málin og veltum fyrir okkur ýmislegum hlutum. Tíminn var svo reyndar búinn einmitt þegar það var komið að okkur Gumma að tala.

Lifandi vísindi

Ég sá eina grein í lifandi vísindi um erfðafræði einmitt það sem við erum búin að læra um, þannig að ég ákvað að segja aðeins frá henni hér.

Í nýjasta tölublaði lifandi visinda er fullyrt að manneskjur framtíðar verða vesalmenni. Maðurinn hefur stöðugt verið að breytast frá því að hann kom fyrst á sjónarsviðið, til þess að komast af í baráttunni við hin óblíðu náttúruölf. Nú í dag eru annarskonar umhverfisþættir sem hafa áhrif á þróun mannsins.

En hvað veldur því að maðurinn þróaðist?                                          „Gen manna verða stöðugt fyrir áhrifum af þeim heimi sem við lifum í. Líkaminn finnur ekki upp splunkunýtt gen en tíðni tiltekinna frávika getur aukist ef hún bætir líkur fólks að lifa af“. Gen þeirra manna sem uppi voru fyrir mörg þúsundum árum og voru kannski fljótir að hlaupa og veiða mat og þess vegna lifa af, fluttust áfram til barna þeirra og fyrir vikið jukust lífslíkur þeirra. Eins og fullyrt var í greininni í lifandi vísindi þá er þetta að gerast á ýmsum stöðum í heiminum. Eins og í Himalaya fjöllunum, þar sem loftið er næfurþunnt, er fólkið búið genaafbrigðum sem ekki finnast hjá öðrum. Genið auðveldar líf í súrefnissnauðu umhverfi fjallanna. Í Afríku er að finna tiltekið afbrigði blóðgena sem myndar vörn gengn einni gerð malaríu og hafa um 90% þetta gen. Eftir að fyrsti maðurinn kom fram á sjónarsviðið fyrir milljónum ára hefur þróunin hjá manninum gengið út á það að gera hann hæfari til að afla sér fæðu og skjóls. En í dag hefur stærsti hluti mannkyns nóg af mat og skjóli. Þess vegna spá vísindamenn að þróunin verði í aðra átt héðan í frá. Af því að hann hefur nóg af mat og hafi ekki þörf fyrir stóran heila, skarpa sjón, sterkar tennur o.s.frv. Líkur eru á því að íbúar jarðar eldist vegna þess að mataræði batnar, sjúkdómar verði fátíðari og lyf öflugri. Vöðvar líkamans rýrna og maðurinn verður ekki eins sterkur því við munum nýta okkur allskyns hjálpartæki í framtíðinni og sjónin versnar. Vegna auðveldari aðgangs að orkuríkari fæðu verður manneskjan hávaxnari og þar sem fæðan verður einnig auðmeltari verðum við með lélegri tennur.

Þessi lýsing á framtíð mannkyns hljómar frekar lítið spennandi og jafnvel óhugguleg. Eins og sagt er í greininni þá þróast maðurinn mun hraðar vegna fjölmennis á jörðinni en hann gerði fyrir milljón árum og gæti það leytt til þess að maðurinn verði í framtíðinni hávaxið vesalmenni. Vísindamönnum hefur þó áður skjátlast í spádómum sínum

Heimild:

Lifandi vísindi tölublað nr 13/2015 bls 30-31

 

Posted in Uncategorized.


Vika 5

Mánudagur

Á mánudagur fengum við verkefnablöð þar sem maður átti að kasta upp peningi og finna út hvernig barnið sitt myndi líta út. Það voru alltaf þrír möguleikar og maður átti að kasta upp tvemur eina krónum. Ef maður fékk kannski fisk í báðum köstunum þá fékk maður lítið nef en ef maður kastaði og fékk fisk og skjaldamerki var barnið manns með miðlungsstórt nef. Þetta var líka um hárlit og eyru og framvegis.

Miðvikudagur

Við skoðuðum fréttir og margar þeirra voru tengdar erfðatækni. Við skoðuðum meðal annars myndband um það hvað það er búið að erfðabreyta mat og hvernig það er búið að stækka hann og gera hann betri á mörgum árum. Við skoðuðum líka þessa síðu þar sem er einnig fjallað um erfðabreyttan mat. Það var líka frétt sem við kíktum á þar sem var verið að segja frá dul­ar­full­um fjölda­dauða an­tilópa af teg­und­inni saiga í Kasakst­an. Það er ekki alveg vitað enn hvað olli þessum fjöldadauða en telja það vera útaf því að lofts­lags­breyt­ing­ar og storma­samt veðurfar síðasta vor hafi valdið breyt­ing­um á áður skaðlaus­um bakt­erí­um sem lifa í an­tilóp­un­um í ban­væna skaðvalda. Við vorum líka aðeins að tala um eineggja tvíbura og tvíeggja tvíbura og hver er munurin á þeim. Tvíeggja tvíburar eru ekkert meira líkir hvoru öðru heldur en venjuleg systkini af því að tvíeggja tvíburar verða til þegar tvö egg frjóvgast í sama tíðahring. En eineggja tvíburar hinsvegin eru mjög líkir af því að þeir koma úr einu frjóvguðu eggi sem myndar tvo fósturvísa. Eineggja tvíburar eru líka komnir af einni og sömu okfrumunni og hafa nákvæmlega eins erfðaefni.

Fimmtudagur

Við byrjuðum á því að búa til tvær spurningar fyrir heimaprófið sem við myndum fá í næstu viku. Því næst fórum við í kahoot sem var um erfðafræði og það var dálítið flókið en samt gaman.

Fréttir:

Snarpur jarðskjálfti við Chile í nótt

Mars­neskt loft á hverf­anda hveli

Posted in Hlekkur 5.


Vika 4

Mánudagur

Það var fyrirlestur á mánudaginn og var þá Gyða aðeins að útskýra fyrir okkur hvernig blóðflokkarnir virka og hvernig þeir erfast. Við skoðuðum líka nokkrar fréttir.

Miðvikudagur

Á miðvikudaginn var Gyða ekki við en við fengum að velja úr þremur verkefnablöðum og ég gerði aðeins eitt. Í verkefninu var ég að gera verkefni um t.d. erfðir eyrnasnepla og ákverðar E eyrnasnepla lausa frá höfði, en e eyrnasnepla áfasta höfði. Það var einnig verkefni sem var verið að fjalla aðeins um erfðir rauðgrænnar litblindu og táknaði L gen fyrir eðlilega litsjón en l gen fyrir rauðgræna litblindu. Það var svo eitt verkefni sem maður átti að fylla inn í einhverskonar töflu einkenni hjá manni sjálfum og og fylla út í hvort þau einkenni ráðast af erfðum eða umhverfi og hvort það væri hægt að hafa áhrif á einkennið. Þetta voru fróðleg og skemmtileg verkefni.

evvlcmtyboev0nq952t5

Heimild af mynd: http://www.answers.com/Q/What_is_the_genotype_of_a_color_blind_male_or_female

Fimmtudagur

Það var rólegur dagur á fimmtudaginn þar sem við vorum að tala saman, skoða fréttir og kíkja á blogg.

Fréttir:

Helm­ing­ur an­tilóp­anna horf­inn

Ótt­ast að smita Mars af lífi

Reiki­stjörnu­sýn­ing um helg­ina

Blóm­leg eyðimörk vegna El Niño

Posted in Hlekkur 2 2015.


Vika 3

Mánudagur

Á mánudaginn fórum við yfir glósupakka um erfðafræði. Við vorum að fræðast um hugtök t.d. Ríkjandi og víkjandi (ríkjandi gen eru táknuð með hástöfum og víkjandi með lágstöfum), svipgerð (sjáanlegt einkenni lífvera) og arfðgerð (genauppbygging lífverunnar), arfhreinn (sem er t.d. með litningana RR) og arfðblendinn (er t.d. með litningana Rr). Við vorum líka aðeins að tala um Gregor Mendel sem var munkur sem gerði tilraunir með ræktun baunagrasa, hann var oft kallaður faðir efnafræðinnar. Mendel visi ekkert um litninga eða gen þegar hann fór að rannsaka baunagrös þegar hann fór að velta fyrir sér af hverju fræ af lágvaxinna plantna gaf eingöngu lágvaxnar  plöntur og af hverju fræ af hávöxnum plöntum gáfu aðeins af sér hávaxnar plöntur. Mendel dó án þess að fá viðurkenningu fyrir verk sín.

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna og þetta voru stöðvarnar sem voru í boði:

 1. Spjöld – hugtök og skilningur
 2. Tölva – cells alive – frumuskiptingar
 3. Maðurinn – DNA umritun – bls. 52-53
 4. Hugtakakort – krossglíma
 5. Verkefni – lausn erfðafræðidæma / að reikna út fjölda möguleika
 6. Tölva – punnett squares  -og hér og jafnvel hér
 7. Lifandi vísindi 12/2014 Erfðavísar  eða  8/2015 bls. 38 Erfðafræðilegar ofurhetjur.
 8. Frétt – Kári og rannsóknir á Alzheimersjúkdóminum og eða Vilja fá að fikta í erfðaefninu
 9. Teikna – frumuskiptingar
 10. Verkefni – skíragull / svartur sauður og doppóttur hundur
 11. Tölva – frumuskipting enn einu sinni 😉
 12. Teiknum, föndur – leirum ..;) DNA
 13. Teikning/umfjöllun – frumuskipting – mítósa og meiósa – Erfðafræði fyrir framhaldsskóla bls. 26 og 28 og Icquiry into life bls. 94
 14. Tölva – erfðafræðihugtök
 15. Sjálfspróf – upprifjun 4-1 Maður og náttúra
 16. Sjaldtölvur – gene screen – gene and inheritance /

Ég fór á þessar stöðvar:

1. Spjöld-hugtök og skilningur -Vorum með spjöld með hugtökum á og önnur spjöld með útskýringum. Áttum að para saman spjöldin

Við stelpurnar spiluðum spilið nokkurnveginn eins og samstæðuspil, þetta gekk vel og ég náði 6 samstæðum. Það var semsagt eitt spil með hugtakinu og eitt með útskýringunni sem maður átti svo að para saman.

4. Hugtakakort-krossglíma

Ég gerði krossglímu á hugtakakortið mitt og notaði hugtökin úr spilinu mér til hjálpar.

8. Frétt -Vilja fá að fikta í erfðaefninu

Breskir vísindamenn vilja nú fara að breyta erfðaefni mannsfóstra og rannsaka fyrstu þroskastig mannsins. Það er mjög nýlega sem mannfólkið fór að breyta erfðaefni mannsfóstra og er gjörningurinn afar umdeildur. Mér finnst þetta vera svolítið óvenjulegt og skil ekki alveg tilganginn með þessu.

Frétt -Kári verðlaunaður fyrir alzheimersrannsóknir

Kári Stefánsson var nú á dögunum fyrstur manna til þess að fá Grundke-Iqbal verðlaun samtakanna fyrir alzheimersrannsóknir. Í greininni var skýrt frá niðurstöðum athugana á erfðaefni nærri tvö þúsund Íslendinga þar sem fannst stökkbreyting sem verndar gegn alzheimersjúkdómnum. Uppgvötunin hefur vakið mikla athygli og var álitin stórt skref í leitinni að lyfjum.

 

Fimmtudagur

Gyða var ekki á fimmtudaginn en við fórum í tölvuver og fórum á þessar síður: erfðir.is, erfðir og þróun og khan academy

Þessar síður eru mjög hjálplegar í erfðafræði en ég var mest að skoða khan academy vídeoin sem voru mjög fræðandi og ég lærði aðeins betur um þetta allt saman.

eye-color-alleles

Heimild mynd: http://genetics.thetech.org/ask/ask363

Það var mikið að tala um í khan academy um það hvernig augnlitur erfist og á myndinni hér að ofan sýnir hvernig augnlitur erfist, báðir foreldrarnir eru arfðblendir en það eru meiri líkur á að börnin verði með brún augu af því að það er meiri ríkjandi litur heldur en blái liturinn.

Fréttir:

Skiln­ingi á líf­inu breytt til fram­búðar

Erfðafræði mígren­is op­in­beruð

Rannsaka erfðafræði áfengissýki

 

Posted in Hlekkur 2 2015.


Vika 2

Mánudagur

Við vorum að dansa og svo var stuttur fyrirlestur þar sem við vorum aðeins að fara yfir erfðir og erfðaefni. Hvað er erfðafræði?  Erfðafræði fjallar um það hvernig eiginleikar berast frá lífveru til afkvæma. Vorum einnig að tala um ríkjandi og víkjandi gen og arfðgerð og svipgerð og margt fleira.

Áður en við fórum samt yfir glósurnar þá horfðum við á myndband um gen og áttum við að skrifa hjá okkur punkta í leiðinni. Ég náði nokkrum punktum:

-Menn hafa um 20.000 gen

-Krímósóm eru litningar.

-Það eru 46 litningar sem raðast á 23 pör.

Miðvikudagur

Það voru allir saman í tíma á miðvikudaginn af því að Gyða var ekki eftir hádegi. Gyða setti okkur saman í hópa og var ég með Sunnevu, Siggu Láru og Línu í hóp og áttum við að gera kynningu um frumuna fyrir krakka í 7 og 8. bekk. Það voru allir hóparnir að gera kynningar og verkefnið tókst bara vel :). Þegar maður var búinn með kynninguna átti hún að fara inná padlet.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við í tölvuveri að skoða Þessa síðu hér og þessa hér. Við áttum aðeins að lesa okkur til um hvernig einkenni erfast á milli kynslóða og ég komst að því að einkenni einstaklinga ráðast af aðskildum þáttum sem erfast frá báðum foreldrum. Það voru líka nokkur myndbönd sem ég horfði á sem tengdust einnig erfðum og þróun, ég horfði á eitt myndband þar sem var verið að tala um aðlögun og fjölbreytni og þá var sýnd mynd af fuglum sem voru allir af sömu tegund en voru allir með mismunandi gogga af því að þeir bjuggu á mismunandi svæðum og það var öðruvísi hvernig þeir náðu sér í fæðu þetta var mjög athyglisvert.

Fréttir:

Jörðin einn fyrsti líf­væn­legi hnött­ur­inn

Gaml­ar tenn­ur segja nýja sögu

Lofts­lags­skýrsl­ur SÞ ólæsi­leg­ar

 

 

Posted in Hlekkur 2 2015.


Hlekkur 2 Vika 2

Mánudagur

Við skoðuðum verkefnin síðan á fimmtudeginum þar sem við vorum að fjalla um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Við vorum að skoða myndirnar sem aðrir höfðu sett inná padlet og facebook. Því næst var fyrirlestur og fengum við glósupakka um frumur. Markmið Kaflans var að kannast við ólíkar frumugerðir eins og dreifkjörnungi sem eru einfaldar frumur án kjarna og heilkjörnunga sem eru frumur með kjarna, lýsa gerð og hlutverki einstakra frumuhluta, þekkja mun á dýrafrumu og plöntufrumu og munurinn á þeim er sá að plöntufrumur eru með grænukorn, stærri safabólur og frumuvegg og plöntufrumur eru ekki með það. Það átti líka að lýsa starfsemi frumu og kjarninn stjórnar allri starfsemi frumunnar og svo átti maður að gera greinamun á flæði og osmósu og ýmislegt annað.

Miðvikudagur

Það var stöðvavinna á miðvikudaginn og voru stöðvarnar allar tengdar frumulíffræði.

 1. Tölvur – cells alive
 2. Verkefni – animal cells coloring nýtum okkur framhaldsskóla kennslubækurnar Almenn líffræði  og Inquery into life – litum og lærum ensk hugtök í leiðinni.
 3. Tölva –  flipp um frumukenningar ofl.  flokkun lífvera  horfa og gera krossglímu.
 4. Verkefni – Þú  ert meira en þú heldur  stærðfræði í bland við líffræðina.
 5. Smásjá – plöntufruma
 6. Lesskilningur tvíburar
 7. Verkefni – frumulíffræði
 8. Tölva –cell game
 9. Tölva – cellsalive hve stór er?  stærðir (ipad-vænt)
 10. Verkefni – Munur á mítósu og meiósu frumuskiptingu.
 11. Hugtakavinna betrumbætum hugtakakortið.
 12. Bók – Maðurinn JPVbls. 54-55 – verkefni velja sér frumulíffæri – lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.
 13. Tölva – Frumuskipting.

Ég valdi mér þrjú verkefni

12. Bók maðurinn bls 54-55 verkefni, skipting frumna, lesa texta og taka saman aðalatriði í eina málsgrein.

Fjölgun frumna er þannig að DNA-ið tvöfaldast þannig að tvöfaldaðir litningar með tvöfalt magn af DNA skiljast og gera tvær dótturfrumur sem eru með alveg eins litninga.

6. Lesskilningur tvíburar.

Kláruðum verkefnin og svöruðum

A. nei  B. já  C. já

A. já  B. nei  C. já

13. Tölva-frumuskipting.

Ég lærði mikið um meisósu og mítósu. Áður en meisósa skiptir sér þá gerir hún venjulega hluti eins og að gera prótín. Það er alltaf ein DNA mólíkúl sem kemur frá móður og ein sem kemur frá föður. Það er semsagt ein fruma með tvo litninga. Hver fruma hefur 46 litninga og maður fær helmingin frá móður manns og hinn helmingin frá föður. Áður en meisósa skiptir sér þá þarf DNA-ið að tvöfaldast.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn var könnun, Gyða var ekki en hún skrifaði hvað við ættum að gera á náttúrufræðivefnum. Verkefnin voru þannig að við áttum að velja okkur þrjú verkefni af sex sem Gyða var búina að búa til og skrifa texta ym hvert verkefni.

Fréttir

Kór­al­ar fölna sem sjald­an fyrr

Hætta á hruni fæðukeðja sjáv­ar

Jörðin gæti orðið dauð ver­öld

 

 

Posted in Hlekkur 2 2015.


Mánudagur

Þegar við komum í tíma á mánudaginn byrjaði Gyða að sýna okkur myndir af tunglmyrkvanum sem hafði verið kvöldinu áður hún sýndi okkur aðallega myndir frá NASA sem voru mjög flottar. Síðan skipti Gyða okkur í hópa og voru ég Hekla og Eva saman í hóp og áttum við að fara í orð af orði og við byrjuðum að lesa blaðsíðu úr bók sem heitir CO2 og þar var síða um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær mynda hafa víðsvegar um heiminn við gerðum svo líka smá verkefni upp úr bókinni.

superbloodmoon

Heimild: nasa.gov

Miðvikudagur

Það var ekki tími út af foreldraviðtölum.

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við krakkarnir öll saman í tíma og vorum að gera smá verkefni. Verkefnið var að við áttum að fræðast um heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni á Jörðinni. Gyða var búin að gera Padlet sem við áttum svo að setja verkefnin inná. Við skoðuðum heimsmarkmiðin sem eru 17 og svo áttum við að downloda appi og búa til ofurhetju, það var ein ofurhetja fyrir hvert markmið, maður gat gert karlkyns eða kvenkyns ofurhetju og láta hana líta út eins og maður vildi. Eftir að maður var búin að gera sína ofurhetju átti maður að setja hana inná Padlet, Twitter og Facebook hópinn okkar. Ég gerði mína eigin ofurhetju sem leit svona út.

12049427_1099633346713515_8456132060281882393_n

 

mín ofurhetja er loftslagsbreytingar.

Fréttir:

Fyr­ir­heit­in hrökkva ekki til

Kon­ur leiða Disco­very-áætl­un­ina

 

Posted in Uncategorized.


Vika 5

Mánudagur

Á mánudeginum vorum við að halda áfram að vinna í kynningunum okkar ég var að vinna með Matta og Nóa í kynningunni okkar um loftslagsbreytingar.

Miðvikudagur

Við kláruðum verkefnið okkar um loftslagsbreytingar og það gekk bara mjög vel :)

Fimmtudagur

Á fimmtudaginnn var svo komið að því að kynna verkefnin en ég var reyndar ekki út af því að ég var í tannréttingum. Ég frétti samt að það gekk bara vel hjá strákunum að kynna verkefnið.

Fréttir

Upp­götv­un NASA á Mars vek­ur for­vitni

Vís­bend­ing­ar um fljót­andi vatn á Mars

Varð til við árekst­ur tveggja hala­stjarna

Posted in Hlekkur 1.


Vika 2

Mánudagur

Á mánudaginn vorum við að tala um ýmislegs t.d. gróðurhúsaáhrif, loftslagsbreytingar, ósonlag, loftmengun, ofauðgun og fleira sem ógnar jörðinni vegna áhrifa mannsins. Því næst skoðuðum við vídjó sem heitir love song to the earth og er það um það að við eigum að fara vel með jörðina. Meðan við hlustuðum á lagið áttum við að skrifa niður á hugtakakortin okkar einhver orð úr laginu og gera krossglímu. Við kíktum svo líka á fleiri fréttir og skoðuðum t.d. hvernig veðurspá myndi vera fyrir árið 2050 á Íslandi og við sáum greinilega hvernig loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á jörðina í framtíðinni, það verður hlýrra í veðri, jöklarnir bráðna og skógur verður meiri.

Miðvikudagur

Við áttum að gera verkefni á miðvikudaginn og Gyða skipti okkur í hópa. Verkefnin voru allskonar tengd náttúrunni og var ég valin í hóp með Nóa og Matta. Við fengum loftslagsbreytingar og áttum að gera einhvernskonar kynningu út frá því sem við eigum svo að skila á föstudaginn. Við ákváðum að gera kynningu í emaze og restina af tímanum vorum við að vinna að kynningunni.

Smá um loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar verða út af gróðurhúsaáhrifum og afleiðingar þeirra á jörðina eru margar. Meðal annars þær að gróðurbelti færast til, yfirborð sjávar hækkar og flóðahætta eykst. Auk þess verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Styrkur koltvíoxíðs hefur aukist um þriðjung frá því við upphaf iðnbyltingar, en koltvíoxíð er sú lofttegund sem mest er af. Aukning koltvíoxíðs stafar af bruna jarðefnaeldsneytis sem eru (kol, jarðgass og olíu) sem er mest notaði orkugjafi mannsins. Það sem við getum gert til að koma í veg fyrir þetta er t.d að flokka rusl, skipta út ljósaperu fyrir spariperu, kaupa maís poka, slökkva á raftækjum eftir notkun og hjóla í staðin fyrir að keyra.

losun_GHL_flokkarGlobal-Warming-Quotes-picture

Fimmtudagur

Á fimmtudaginn vorum við að halda áfram að vinna í kynningunum.

Fréttir

Hef­ur dvalið 879 daga í geimn­um

Mynd dagsins: Mögnuð norðurljósasýning á Vestfjörðum

Posted in Hlekkur 1.