Valgeir, alnæmissýkta miðaldra vændiskonan

Við fórum í leikinn „Taktu Skref Áfram“, þar fengum við hlutverk og svo var lesið upp staðreyndir og ef þær voru sannar um okkar persónu áttu við að taka skref áfram. Ég fékk miðann „Alnæmissýkt miðaldra vændiskona“. Það er ekki gaman að vera vændiskona, ég fékk næstum aldrei að taka skref áfram. Svo var ég líka með alnæmi, það var bara bónus.

Ég ætla að skrifa um frumeindir af því að það er það sem ég er að skrifa um í upprifjunarverkefninu.

Frumeind
Frumeind, eða atóm er lítið fyrirbæri sem hefur þrjár gerðir af eindumEindirnar eru róteind, nifteind og rafeind. Róteindir eru + hlaðnar og eru í kjarnanum, sætistala segir til um hve margar róteindir eru í frumeindinni. Nifteind er í kjarnanum og er ekki með hleðslu. Róteind er – hlaðinn og er á hvolfum í kringum kjarnann. Massatala segir til um þingd frumeindarinnar, róteindir og nifteindir eru með þingdina 1, og róteindir 0,000-eitthvað. Þannig að ef að sætistalan er 11 og massatalan 23 eru 11 róteindir, 12 nifteindir og 11 rafeindir ef að frumeindinn er óhlaðinn. Jónir eru frumeindir sem hafa tekið rafeindir frá aðrari frumeind eða frumeind sem hefur gefið rafeindir. Frumeindir sem gefa frá sér rafeindir verða + hlaðnar og þær sem taka að sér rafeindir verða – hlaðnar. Ef að frumeind gefur 2 rafeindir verður hún með tvo plússa.

 

 

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2012/01/05/throa_vir_sem_er_thynnri_en_mannshar/

Á dögunum 8-10 apríl vorum við í stöðvavinnu, fengum verkefni þar sem við eigum að skrifa eina blaðsíðu af einhverju sem við höfum verið að læra síðastliðinn 3 ár og svo var fyrirlestur.

Kynlaus Æxlun/ Kynæxlun

Lífverur fjölga sér með æxlun, það er til kynlaus æxlu og kynæxlun. Kynlaus æxlun (til dæmis: frumuskipting(mítósa), gróæxlun og klónun) er þegar að lífvera fjölgar sér sjálf. Kynæxlun er þegar karlkyns og kvenkyns lífverur mynda frumur og verða svo sameinaðar í eina okfrumu.

Líffæri æxlunarkerfsi mannsins

  • Kynkirtlar (eistu og eggjastokkar)
  • Rásir (þær flytja og geyma kynfrumurnar)
  • Aukakyrtlar (þeir mynda ýmis efni fyrir kynfrumurnar)
  • Stuðlingslíffæri (Það eru til dæmis getnaðarlimur og leg)

Karlinn:
Pungur: Pungurinn er í poka og stendur út af því að hann þarf að halda réttu hitastigi (34°C) ef hann væri ekki svona utan af væri hann of heitur og sæðið myndi ekki virka eins vel.
Eistu: Eistunn mynda sáðfrumurnar og þær mynda líka karlkynhormónið testósterón.
Rásir: Karlmaðurinn er með eistalyppur, sáðrás, sáðfallrás og þvagrás. Rásirnar sjá um að flytja, geyma og þroska sáðfrumur.
Getnaðarlimur: Getnaðarlimurinn hefur þvagrás sem flytur bæði þvag og sæði út úr líkamanum.

Stöðvavinna

Í stöðvavinnu lenti ég í hóp með Jóhanni, við gerðum nokkrar tilraunir. Í einni tilrauninni vorum við að finna blinda blettinn, ég fann minn léttilega en við vorum í smá erfiðleikum með að finna blinda blettinn hans Jóhanns. Við vorum líka með öndunartilraun og þar lét ég Jóhann halda andanum og hánn náði því í heila mínútu. Þegar hann var búinn að hlaupa hringinn í kringum skólan náði hann svona 6 sekúndum. Eftir að anda lengi í poka náði hann svona 10 sekúndum. Það var svo önnur tilraun þar sem að ég hafði hendurnar mínar þétt við vegg og þrýsti í 3 mínútur, það var geðveikt sárt. Þegar ég var búinn fóru hendurnar mínar sjálkrafa upp og var smá erfitt að halda þeim niðri.

 

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2012/07/04/30_born_getin_med_erfdataekni/

 

Daganna 1. – 3. apríl voru náttúrufræði tímar, nema við vorum í páskafríi á mánudaginn. Við fórum á netið og gerðum verkefni, ég gerði verkefnin um líffæri, annað um vöðva og enn eitt um bein. Maður átti að staðsetja allt þetta, það var stundum frekar erfitt en ég náði alveg 50% í flestu.

Bein

Það eru 260 bein í mannslíkamanum. Beinin eru flokkuð í tvo hópa eftir hlutverki þeirra. Í ásgrindinni eru 80 bein. Í limagrindinni eru 126 bein. Ásgrindinn heldur upp bolnum og limagrindinn er í handleggjum og fótum.

http://www.mbl.is/folk/frettir/2012/11/01/beinagrind_i_skapnum/

Í síðustu viku héllt ég áfram með glærukynninguna mína um innkirtlakerfið. Þar eru fullt af innkirtlum og þannig dóti. Ég ætla núna að skrifa aðeins um nýrnahetturnar.

Nýrnahettur

Það eru tvær nýrnahettur, þær eru kallaðar hægri nýrnahetta og vinstri nýrnahetta. Nýrnahetturnar eru þrýhyrningslaga og þær sitja á fitupúða hvor ofan á sínu nýra. Hormónin sem þær mynda hafa mikilvægu hlutverki að gegna við myndun og nýtingu orku, svo og í viðbrögðum líkamans við streitu. Kirtlarnir skiptast í börk og merg. Í nýrnahettuberki myndast kortísól, sem hefur margvísleg áhrif á efnaskipti, og aldosterón sem temprar saltmagn í líkamanum. Nýrnahettumergur seytir hormóninu adrenalíni við streitu og þegar líkaminn er í uppnámi. Adrenalín virkar mjög hratt, og undirbýr líkamann með því að örva hjartslátt og auka blóðstreymi til vöðva.

Ég er semsagt að gera glærusýningu um innkirtlakerfið. Heiladingullinn er semsagt eitt af þeim innkirtlum sem ég hef mikið um í glærusýningunni, og ég ætla aðeins að skrifa um hann.

Heiladingullinn

Heiladingull er innkirtill sem er rétt fyrir neðan undirstúkuna, sem er semsagt á heila-svæðinu. Heiladingullinn framleiðir 7 mismunandi hormón. Heiladingullinn er tengdur undirstúku með litlum stilk, sygli, sem í eru bæði blóðæðar og taugaþræðir. Heiladingullinn seytir vaxtarhormónum og öðrum hormónum sem stýra seyti annara innkirtla.

Hvaða sjúkdómar geta komið úr göllum í heiladingulinum?

Heiladingullin framleiðir vaxtarhormón. Ef vaxtarhormóninn eru eitthvað öðruvísi, þá koma alls-konar vaxtar sjúkdómar. Til dæmis fólk verður dvergvaxið eða risavaxið af því að það er eitthvað að gerast í vaxtarhormónunum.

 

 

http://www.visir.is/indversk-kona-segist-vera-elsti-dvergur-i-heimi/article/2012121029340
http://www.visir.is/um-100-dvergar-i-krofugongu-vegna-mjallhvitar/article/2012120609154

Ég og Rakel fengum að vita að við áttum að gera verkefni um innkirtla. Við eigum að gera glærusýningu og hún á að gilda alveg helling af annar einkunn! Við erum búin að skoða aðeins umfangsefnið og ég ætla að blogga smá um innkirtla.

 

Hvað eru innkirtlar?

Innkirtlar eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Afurðir innkirtla heita hórmón.

 

Hverjir eru helstu innkirtlarnir?

Helstu innkirtlarnir eru heiladingull, heilaköngull, sjaldkirtill, kalkkirtlar, nýrnahettur og týmus.

 

Hvað er innkirtlakerfi?

Innkirtlakerfið er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Innkirtlakerfið vinnur með taugakerfinu við að samhæfa störf allra annarra líffærakerfa líkamans. Taugakerfið stjórnar samvægi líkamans með taugaboðum sem leiða til losunar laugaboðefna úr taugunum sem ýmist örva eða letja aðra taugunga, vöðvaþræði eða kirtilfrumur. Boðefni innkirtlakerfisins, sem eru hórmon, berast á mótið blóðrás og með henni um allan líkamann. Aðeins tilteknar frumur í líkamanum taka mark á hormónunum og verða fyrir áhrifum af þeim. Þær kallast markfrumur hórmonsins.

 

Mynd sem sýnir innkirtlana

 

 

 Frétt:

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2012/12/14/fleiri_deyja_vegna_offitu_en_hungurs/

Ég fór í nokkra leiki, ég fór í einn þar sem að þú ert að búa til bylgjur. Ég fór í annan sem hét John Travoltage, þá ertu að búa til stöðurafmagn með því að nudda fótnum við teppi og svo snerta hurðarhún til að leysa frá rafmagninu. Ég fór líka að leika mér með segla og segulsvið, það var leikur með áttavita og annar með hockey. Ég fór líka í leik þar sem að þú áttir að tengja víra og svara nokkrum spurningum á ensku, fékk allt rétt!

Verkefnið “Sjáðu hvað þú getur”. Stutt umræða um fatlanir og síðan prófuðu nemendur á eigin skinni hvernig er að vera blindur. Unnið í pörum þar sem nemandi leiðbeindi öðrum nemanda sem hafði bundið fyrir augu.

Við fórum út með „mennskan blindrarhund“ sem átti að vísa okkur að leikvellinum, og svo skipta til baka. Það sem ég lærði er að hundum er léttara að treista enn mannfólki.